A site about nothing...

mánudagur, desember 11, 2006

Í dag náði ég loksins solid lærdómsdegi og ekki seinna að vænna, fyrsta lokaprófið á morgun. Það er búið að vera einhver lærdómsdoði yfir mér miðað við undangengin ár á sama tíma. Munurinn er líklega sá að í gamla daga að þá var maður alltaf í nettu rugli og að fara í 90-100% próf, þurfandi jafnvel að læra ágætis hluta af námsefninu í undirbúningnum tryggði að maður var á bókasafninu, alltaf. En í ár er þessu öðruvísi farið. Í þeim fögum sem ég er núna er ég búinn kannski með 50-60% af lokaeinkunn áður en lokaprófið er og því er lærdómur þessa árs meiri upprifjun heldur en að læra eitthvað nýtt. Það kann að vera að ég hreinlega kunni ekki að læra fyrir próf þar sem ég þarf að rifja upp því mér hefur ekki gengið það sérlega vel hingað til. Hafa ber þó í huga að dagana á undan þessum þá var ég að læra fyrir próf sem verður á næsta fimmtudag og mér hefur gengið mjög vel í hingað til. Þess vegna hefur verið erfitt að mótivera sjálfan sig. Mig grunar þó að þeir dagar sem framundan eru verði pródúktívir enda komin pressa og þá er einbeitingin vanalega best hjá mér.
Eins og áður sagði þá var þetta góður lærdómsdagur. Ég var mættur 9:15 á bókasafnið en það opnaði ekki fyrr en 10 þannig að ég þurfti að finna mér eitthvað til dundurs í 45 mínútur. Svo í kvöld upp úr 23 fór brunavarnarkerfið í gang og auðvitað þurfti að rýma bygginguna(eitthvað sem hefði ekki gerst heima), þá ákvað ég að nóg væri komið að lærdómi og restin yrði tekin á morgun.