Meðan flestir í kringum mig hérna úti virðast þurfa að læra heilmikið um þessar mundir þá hefur aldrei verið rólegra hjá mér. Síðan ég fór í tíma á fimmtudaginn þá hef ég ekki gert neitt sem tengist lærdómi og í dag er mánudagur. Reyndar þá er þessi mánudagur dagur Martins Luther King og því frídagur í skólum landsins en það breytir ekki þeirri staðreynd að skólinn byrjar óvenju rólega hjá mér. Ég býst þó við að þetta muni ekki halda áfram og að álagið á þessari önn verði töluvert. Ég er farinn að hlakka til að takast á við námsefni vorannarinnar og held að þetta verði helvíti fín önn.
Aldrei bjóst ég við því að maður myndi vera spenntur og fagna af ákefð hérna úti meðan horft er á Amerískan fótbolta. Það var hins vegar staðreyndin í gær þegar New England Patriots mættu San Diego Chargers í San Diego. Einhvern veginn héldust Patriots inni í leiknum þrátt fyrir ítrekuð mistök í gegnum hann og að lokum uppskáru þeir sigur þegar þeir skoruðu vallarmark og mínúta eftir af leiknum. Þetta er kannski svona had to be there moment en við íbúar 52 Westland fylgdumst með og fögnuðum af mikilli ákefð í gegnum gang leiksins.
Að lokum verð ég að segja frá því að loksins hef ég fundið brauð sem gott er að rista, jei.
Aldrei bjóst ég við því að maður myndi vera spenntur og fagna af ákefð hérna úti meðan horft er á Amerískan fótbolta. Það var hins vegar staðreyndin í gær þegar New England Patriots mættu San Diego Chargers í San Diego. Einhvern veginn héldust Patriots inni í leiknum þrátt fyrir ítrekuð mistök í gegnum hann og að lokum uppskáru þeir sigur þegar þeir skoruðu vallarmark og mínúta eftir af leiknum. Þetta er kannski svona had to be there moment en við íbúar 52 Westland fylgdumst með og fögnuðum af mikilli ákefð í gegnum gang leiksins.
Að lokum verð ég að segja frá því að loksins hef ég fundið brauð sem gott er að rista, jei.