A site about nothing...

föstudagur, janúar 19, 2007

Þar sem munnangur hefur hrjáð mig síðustu daga þá fór ég að hugsa út í hversu fáránlega gott orð þetta er. Það er eins augljóst og hægt er að vera en samt mjög þjált og töff orð. Ég fíla þetta orð, munnangur. Ég bara varð að deila þessu með ykkur.

Afmæli pt.II er framundan hérna á 52 Westland Ave og það stefnir í gott partý. Auðvitað þá er ég sérlegur músíkspecialisti partýsins og er því að setja saman killer lagalista sem heldur partýinu gangandi. Inga keypti svo hátalara í vikunni sem við erum svo heppnir að fá að nota og eftir að hafa prufað þá þá er óhætt að segja að hávaðalega séð getum við allaveganna staðið okkur.

Á morgun, föstudag, þá munu Senator John Kerry, Guvernor Deval Patrick (sem er nýkjörinn) og borgarstjóri Boston Menino eða hvað hann heitir halda ræður hér í Northeastern. Ég er að meta hvort ég eigi að fara, gæti orðið kúl en gæti jafnframt orðið drepleiðinlegt. Verður maður ekki að sjá manninn sem tapaði fyrir Bush?

Á innan við viku hef ég orðið vitni að tveimur rosalegum árekstrum. Annars vegar var það á sunnudagsnóttina þegar bíll þeystist eftir Boylston stræti og annar bíll sem var að koma úr stæði keyrði utan í hann. Ég ætlaði að skjótast yfir því ég taldi að bíllinn væri ekki á svo mikilli ferð en þegar ég heyrði hávaðann sneri ég mér strax við og hljóp aftur upp á gangstéttina. Bíllinn sem var á fleygiferð og var klesst á hægði ekki á sér heldur hélt áfram leið sinni á fullri ferð. Okkar kenning er að þetta hafi verið ræningi að flýja því slíkur var hraðinn á manninum.
Svo í dag þá var ég að labba eftir Hemenway stræti sem er frekar lítil gata en þó fjölfarin. Þar var bíll á ágætis ferð þegar annar kom frá Gainsborough og rakst utan í hann þannig að hann tók að sveigja vinstri og svo til hægri. Bíllinn snerist þó ekki, sem betur fer, og hann klessti heldur ekki utan í aðra bíla sem lagðir eru sitthvoru megin á þessari götu né klessti hann á aðkomandi bíla sem er mikið mildi. Þessi bíll hinsvegar stoppaði og hafa eflaust nokkur vel valin orð farið á milli þessara tveggja bílstjóra.

Að lokum þá vil ég benda á að fólk má koma með tillögu að lögum fyrir partýið, maður á það til að gleyma helstu smellum.