A site about nothing...

mánudagur, janúar 22, 2007



25 ára afmæli: Pt.II

Í gær héldum við Vanni sameiginlega upp á 48 ára afmæli, fólk má giska í kommentakerfinu hvað Vanni varð gamall. Þetta var mikið og gott partý með fullt fullt af fólki bæði sem við þekktum og svo litu aðrir hér við því það voru ein 2 önnur partý í gangi í blokkinni og fólk hefur gaman af því að labba á milli.
Vanni býr til bolluna.
Við buðum upp á bollu, snakk og svo bjó ég til spínatídýfuna sem vakti mikla lukku, heitu nachos sósuna og svo var eitthvað grænmeti og vínber. Upp úr 11 þá var bankað á hurðina og við beðin um að lækka í tónlistinni sem var í fínni tónhæð að okkar mati og voru hátalarar Ingu að standa sig feykivel. Eftir kvörtunina þá lækkuðum við en þar sem íbúðin var nánast full þá var hávaðastig í fólki að spjalla saman mjög hátt og ég var pínu hræddur að löggan myndi koma og bösta partýið. Það fór þó ekki þannig og því státum við af tveimur partýum óböstuðum.

Kevin og Romain, nýi herbergisfélaginn.
Upp úr þrjú voru allir farnir nema Inga sem fékk að gista í Ingusófa. Fyrir þau ykkar sem búa hér í Boston og voruð hérna þá þakka ég fyrir mig og gott kvöld.
P.s. myndir eru komnar á myndasíðuna og á facebook fyrir þá sem það hafa.

Ég í kvennafans, putting on some gloss.