A site about nothing...

sunnudagur, desember 31, 2006



Meðan þið lesið þessa færslu ættuð þið klárlega að hlusta á lag ársins 2006, Hot Chip - Over and over. Bjöllurnar í byrjun lagsins og svo takturinn sem grípur þig og lætur þig hrista alla skanka, snilld.

Nú er árið 2006 senn á enda og því er um að gera að kveðja það með einni bloggfærslu. Svo vonandi, gefið að ég verði ekki ógeðslega latur, þá fylgja einhverjir annálar á næstu dögum. Árið 2006 hefur bara verið ansi gott verður að segjast. Eyddi 8 mánuðum á klakanum og tók djammpakkann ansi vel á þeim tíma. Náði að fara hringinn í kringum landið og sá bestu tónleika sumarsins á heimaslóðum (á ættir að rekja þangað) á Borgarfirði Eystri. Í lok ágúst var svo flutt til Boston og þar uni ég hag mínum vel í meistaranáminu.
Já það er lítið sem hægt er að kvarta yfir frá þessu ári og vonandi verður 2007 bara enn betra.

Til allra lesenda síðunnar þá óska ég ykkur gleðilegs árs, þakka fyrir stundirnar á árinu sem er að líða og vonandi eiga þær eftir að verða enn fleiri á komandi ári.