A site about nothing...

fimmtudagur, desember 14, 2006



Þegar ég heyrði Stephen Hawking "syngja": "...still cries at a good film, still kisses with saliva" í Fitter Happier af Ok Computer með Radiohead sem er besta plata sem ég hef heyrt þá fór ég að velta því fyrir mér hvort ég hefði einhvern tíma fellt tár yfir kvikmynd. Eftir pínu umhugsun þá komst ég að þeirri niðurstöðu að svo væri líklega ekki þó er My Girl þar sem Macauley Culkin deyr afar sorgleg mynd og ég gæti hafa fellt tár yfir henni. Þegar ég var yngri þá fannst mér ekkert kúl að fella tár yfir hlutum eins og bíómyndum og svona þannig að ég reyndi alltaf að vera rosalega harður. En eftir því sem árin færast yfir þá hef ég orðið meira meyr en ég var og í dag þá klökkna ég stundum þegar ég horfi á sjónvarpið t.d. ef Oprah Winfrey gerir eitthvað gott eða Ty í Extreme Makeover: Home Edition fyrir þá sem minna mega sín. Hver veit, kannski verð ég á endanum eins og maðurinn sem Stephen Hawking syngur um í Fitter Happier og grenja yfir góðri mynd.

Annars mæli ég með því að fólk hlusti á lagið hér í titlinum. Þetta er frændi okkar, Norðmaðurinn Magnet, sem tekur Dylan lagið Lay Lady Lay í virkilega töff og tjillaðri útsetningu ásamt söngkonunni Gemmu Hays.