A site about nothing...

fimmtudagur, janúar 11, 2007



Síðustu daga hef ég mikið verið að velta því fyrir mér hvernig myndavél ég ætti að fá mér þar sem mér þótti vera kominn tími til að skipta. Eftir að hafa ákveðið að fá mér eina litla og netta hef ég verið að skoða markaðinn og eftir að hafa ákveðið að skoða einna helst Canon, enda Canon maður út í gegn, þá var það ekki fyrr en í dag að ég ákvað að fjárfesta í Canon Sd800 IS. Vélina keypti ég svo í dag af ebay og fylgdi með í kaupunum 2gb kort, aukakort og taska undir herlegheitin. Núna bíð ég bara spenntur eftir að fá gripinn í hendurnar og byrja að taka myndir alveg hægri vinstri. Minn dyggi þjónn, Canon Ixus V3 eða Powershot S230 eða Digital Elph eins og hún heitir (fer eftir landi) mun líklega fá að hvíla sig ansi mikið fyrst ný vél kemur á heimilið. Hún hefur þó reynst mér vel í gegnum tíðina og það verður soldil eftirsjá af henni. Ég kannski tek hana við og við og tek myndir.

Ég hef aðeins verið að fylgjast með þáttum hérna úti sem heita Ugly Betty. Ekkert groundbreaking stuff en alveg áhorfanlegt. Það sem er kannski hvað merkilegast er að tvær leikkonur sem hafa unnið talsvert með Ricky Gervais leika í þáttunum. Annars vegar er það skrifstofustúlkan, Dawn?, úr Office og hins vegar er það vinkona hans úr Extras sem er aukaleikari líkt og hann.

Í öðrum óspurðum fregnum þá varð ég hálf raddlaus í dag sem er miður skemmtilegt og ég náði að velja hvor af þeim tveimur kúrsum sem ég þurfti að velja á milli sem þriðja kúrs ég vel. Kúrsarnir sem ég verð í á þessari önn verða því, Production Systems, Simulation Analysis og Probabilistic Operations Research og ég held að þetta verði helvíti skemmtileg önn bara.

Annars mæli ég með því að fólk tjekki á Rjómanum, ég á rýni dagsins og platan er virkilega góð og því hvet ég einnig alla til að hlusta á lagið sem fylgir færslunni og bara plötuna almennt.