Er ekki ágætt að hefja nýtt bloggár með pínu kvörtunarbloggi? Ég held það bara. Það sem ég ætla að kvarta yfir hefur áður verið rætt. Síðan það var rætt síðast þá sætti ég mig við þetta og varð síðan hálf fúll aftur yfir þessu öllu saman og þannig er staðan í dag. Ég er auðvitað að tala um ameríska farsímakerfið sem er svo sérstakt að það hálfa væri nóg. Til að rifja aðeins upp þá keypti ég mér mjög fínan síma í fríhöfninni áður en ég kom hingað út því ég vissi að þessi sími var ekki allstaðar fáanlegur í USA. Þetta gæti hafa reynst ekki svo sniðugt. Í fyrsta lagi þá bjóða fæst af stóru símafyrirtækjunum upp á að maður noti sinn eiginn síma og ef þeir leyfa það þá ertu alvarlega tekinn í rassgatið. Flest stóru símfyrirtækjanna bjóða annars vegar upp á Plan og svo Prepaid. Plan er betra því öll gjöld eru lægri og þú færð fríar mínútur og svona en á móti kemur að þá þarftu að skuldbinda þig í 2 ár í flestum tilvikum sem er ekki gott fyrir mig þar sem ég mun ekkert koma til með að vera hér í tvö ár. Prepaid er svo miklu verri kostur kostnaðarlega séð en í raun sá eini sem stendur mér til boða.
Vanalega er það líka þannig að þegar þú ferð í viðskipti við stóru fyrirtækin að þá geturu fengið síma frá fyrirtækinu "ókeypis" eða þá borgað frekar lítið fyrir fínan síma. En þar sem ég þráaðist við að nota nýja fína símann minn þá vildi ég þetta alls ekki og endaði á því að fara til fyrirtækis sem heitir Airvoice Wireless sem bauð manni að hafa sim-kort og átti víst að vera með ágætis dreifisvæði( inni á dreifisvæði eins af stóru fyrirtækjunum). Það er einmitt dreifisvæðið hjá Airvoice sem hefur verið að pirra mig mjög mikið því t.d. inni í herberginu mínu hér úti þá varla næ ég neinu merki. Sökum þessa þá fór ég aftur á stúfana eftir að ég kom út og ætlaði að athuga hvort ég gæti ekki gert eitthvað í málunum. Það sem ég komst að var að til þess að komast til stóru fyrirtækjanna þá þyrfti ég að skrá mig í 2 ár eins og áður hefur komið fram en hjá einu þeirra þá getur maður víst losnað undan samningnum ef maður sýnir one-way ticket til síns heimalands. Einnig þá þarf ég að leggja fram deposit og það er annaðhvort 150 eða 500 dollarar, fer eftir fyrirtæki. Nú þar sem ég mun ekki vera hér í fjóra mánuði í sumar að þá þarf ég að borga gjald til að halda samningnum en ekki borga venjulega mánaðargjaldið sem er í kringum 39.99. Þetta gjald var 6 dollarar á mánuð hjá öðru fyrirtækinu og eitthvað meira hjá hinu (sem svo skemmtilega vill til að rukkar þig um 500 dollara depositið). Ef ég skipti yfir í þetta þá þarf ég að fá mér nýjan síma og get því ekki nýtt minn góða síma.
Eftir þessar upplýsingar allar þá finnst mér hreinlega eins og símafyrirtækin líti á að þau séu að gera viðskiptavinum sínum greiða og að við séum heppin að hafa þau á markaðnum. Þetta brýtur náttúrulega í bága við öll lögmál þjónustugeirans. Ef að einhver hugvitssamur einstaklingur myndi kynna til sögunnar íslenska/evrópska viðskiptamódelið að því hvernig á að standa í svona þá tel ég að sá hinn sami mundi geta gert það gott. Nema náttúrulega að lögin séu þannig að það sé hindrað.
Í öðrum óspurðum fréttum þá er Fiskurinn farinn en hann skildi næstum allt sitt hafurtask eftir og rusl. Nýi herbergisfélagi okkar, Romain, sem mætti fyrir 8 dögum þegar þetta er skrifað byrjaði semsagt á því að taka til allt dót Fisksins og rusl og ganga snyrtilega frá því fram á ganginn hjá eldhúsinu. Þetta er bara enn ein sönnunin á því hversu furðulegur Fiskurinn var/er. Svo má við því bæta að Romain virðist vera miklu betri herbergisfélagi en Fiskurinn og það er bara ánægjuefni.
Vanalega er það líka þannig að þegar þú ferð í viðskipti við stóru fyrirtækin að þá geturu fengið síma frá fyrirtækinu "ókeypis" eða þá borgað frekar lítið fyrir fínan síma. En þar sem ég þráaðist við að nota nýja fína símann minn þá vildi ég þetta alls ekki og endaði á því að fara til fyrirtækis sem heitir Airvoice Wireless sem bauð manni að hafa sim-kort og átti víst að vera með ágætis dreifisvæði( inni á dreifisvæði eins af stóru fyrirtækjunum). Það er einmitt dreifisvæðið hjá Airvoice sem hefur verið að pirra mig mjög mikið því t.d. inni í herberginu mínu hér úti þá varla næ ég neinu merki. Sökum þessa þá fór ég aftur á stúfana eftir að ég kom út og ætlaði að athuga hvort ég gæti ekki gert eitthvað í málunum. Það sem ég komst að var að til þess að komast til stóru fyrirtækjanna þá þyrfti ég að skrá mig í 2 ár eins og áður hefur komið fram en hjá einu þeirra þá getur maður víst losnað undan samningnum ef maður sýnir one-way ticket til síns heimalands. Einnig þá þarf ég að leggja fram deposit og það er annaðhvort 150 eða 500 dollarar, fer eftir fyrirtæki. Nú þar sem ég mun ekki vera hér í fjóra mánuði í sumar að þá þarf ég að borga gjald til að halda samningnum en ekki borga venjulega mánaðargjaldið sem er í kringum 39.99. Þetta gjald var 6 dollarar á mánuð hjá öðru fyrirtækinu og eitthvað meira hjá hinu (sem svo skemmtilega vill til að rukkar þig um 500 dollara depositið). Ef ég skipti yfir í þetta þá þarf ég að fá mér nýjan síma og get því ekki nýtt minn góða síma.
Eftir þessar upplýsingar allar þá finnst mér hreinlega eins og símafyrirtækin líti á að þau séu að gera viðskiptavinum sínum greiða og að við séum heppin að hafa þau á markaðnum. Þetta brýtur náttúrulega í bága við öll lögmál þjónustugeirans. Ef að einhver hugvitssamur einstaklingur myndi kynna til sögunnar íslenska/evrópska viðskiptamódelið að því hvernig á að standa í svona þá tel ég að sá hinn sami mundi geta gert það gott. Nema náttúrulega að lögin séu þannig að það sé hindrað.
Í öðrum óspurðum fréttum þá er Fiskurinn farinn en hann skildi næstum allt sitt hafurtask eftir og rusl. Nýi herbergisfélagi okkar, Romain, sem mætti fyrir 8 dögum þegar þetta er skrifað byrjaði semsagt á því að taka til allt dót Fisksins og rusl og ganga snyrtilega frá því fram á ganginn hjá eldhúsinu. Þetta er bara enn ein sönnunin á því hversu furðulegur Fiskurinn var/er. Svo má við því bæta að Romain virðist vera miklu betri herbergisfélagi en Fiskurinn og það er bara ánægjuefni.