A site about nothing...

þriðjudagur, maí 30, 2006

Kosningahelgi að baki. Kíkti með Kidda og Káka á þrjár vökur og var stemmningin mismikil og sumstaðar hreinlega dauð. Lærði að það er ekki auðvelt að fá leigubíl á stað þar sem fullt af fólki er og klukkan orðin meira en þrjú. Komumst þó á endanum í bæinn og ég með litla léttmjólk í vasanum sem ég reyndi að koma á fólk. Á endanum náði ég að losa mig við hana og var það enginn annar en meistari Oddsson sem tók við henni. Hitti hann og Rán þegar ég var að fara að næla mér í leigubíl. Deildum við leigubíl heim og náðum ég og Oddi að catch-up.
Þessa dagana er ég alveg sjúkur mig langar svo að fara eitthvað erlendis. Draumaáfangastaðirnir eru Köben og svo leikur á HM. Hef mikið verið að pæla í Köben upp á síðkastið og hef verið að pæla í því hvort maður eigi að láta slag standa þegar mastersgráðan er komin í hús að jafnvel flytja í 1-2 til Köben. Spurning hvort það myndi verða jafnskemmtilegt og þegar maður var þarna sem nemandi og hafði frjálsar hendur en það veit Guð hvað ég dýrka Köben og Dani.