A site about nothing...

sunnudagur, maí 07, 2006

Gotan Project - Diferente

Núna um helgina fór tók ég fyrsta golfhring sumarsins. Æfingavöllur Keilis varð fyrir valinu og var hann mjög fínn til að byrja sumarið. Ég fór með Bjössa Berg og vorum við svo heppnir að enginn vallarvörður var á svæðinu þegar við ætluðum að borga okkur inn þannig að þeir sem eftir voru leyfðu okkur að spila ókeypis svona í ljósi þess að vetrargreenin voru ennþá. Maður kom ágætlega undan vetri og því verður gaman að spila í sumar og er stefnan tekin á að gera það nokkuð oft.

Bergur eða Beggalicious eins og ég kalla hann stundum hélt upp á afmælið sitt í gær. Afmælið var haldið á Haðarstíg og var furðulegt að vera í þessari litlu götu í öðru húsi en heimilinu hans Fjalars. Þetta voru mestmegnis Akureyringar og þeir sem ég kannaðist við voru úr verkfræðinni. Svo fór það svo að við fórum í bæinn og enduðum á kofa Tómasar frænda. Við vorum 5 saman, 4 strákar og ein stelpa. Ég kannaðist við tvo af strákunum en ekki restina. Svo erum við þarna á Kofanum, stöndum bara utan "dansgólfsins" og svo kemur lag og stelpan fer að dansa. Viti menn fara ekki allir strákarnir líka að dansa. Svo skrapp stelpan frá og þá varð allt svona voða vandræðalegt, fjórir gaurar að dansa án stelpu. What a difference a girl makes. Svo skildi ég við þau þegar við fórum út af Kofanum. Þau héldu áfram og ég fór heim.

Næsta vika verður full af gleði, villulistinn með sínum u.þ.b. 5000 villum bíður eftir mér en Ipodinn mun koma mér í gegnum þetta.

P.s. lagið í headernum er helvíti töff og þið getið séð og heyrt myndbandið hér