A site about nothing...

föstudagur, maí 19, 2006

Ég var að pæla í dulitlu í gær. Þar sem ég hef verið mjög latur upp á síðkastið að blogga ætla ég að bæta fyrir það í næstu viku. Planið er að á hverjum degi kemur inn færsla þar sem ég skrifa bara það sem mér dettur í hug. Þá er ég ekki að meina að ég skrifi

Ah ég sé að það er kóka kóla light flaska hérna og gulur tappi. Best að taka tappann af því ég er að safna töppum til að fá Adidas bolta.


Nei þetta verður meira þannig að fólk fái að kynnast því hvað ég er stundum að hugsa og leyfi fólki ekki alltaf að heyra, enda margar pælingar mjög furðulegar. Kanski lærir fólk líka eitthvað um mig, þetta kemur allt í ljós.