Gnarls Barkley - Just a Thought
Lati maðurinn bloggar á ný. Furðulegt hvað tíminn líður og mann finnst eins og maður hafi bloggað í gær þó svo það sé meira en vika síðan. Ætli gleðin við það að uppfæra villulistann láti tímann líða hratt hjá mér. Svei mér þá ég held það bara.
Já semsagt ég hef verið að vinna. Fyrst var ég einn í því að gera þennan blessaða villulista sem þurti að uppfæra og þar sem meðalaldurinn á bakvinnslusviði er nálægt 50 árunum þá hafði ég ekki marga til að spjalla við. Úr þessu rættist í seinustu viku þegar stelpa sem er 82 módel byrjaði að vinna. Loksins hef ég einhvern til að tala við og er ekki lengur bara einn í þessu. Enda er farið að síga á seinni hlutann í þessum blessaða lista og verður honum eflaust lokið fyrir lok vikunnar.
Var að komast að því fyrir örstuttu(þegar þetta er skrifað) að ég var valinn í housing lottery NEU og get ég fengið húsnæði á vegum skólans ef mig svo lystir. Það eina sem ég hef áhyggjur af er hvort ég þurfi að skrá mig á matarplan og hvort ég þurfi að flytja út þegar það eru frí og á milli anna. Maður hefur heyrt að svo sé en ég þarf að tjekka betur á því.
Sáttur með úrslit helgarinnar. Öll "stóru" liðin skitu upp á bak, nema FH auðvitað :D. Vona að þessi lína komi mér ekki um koll síðar meir í sumar.
Lati maðurinn bloggar á ný. Furðulegt hvað tíminn líður og mann finnst eins og maður hafi bloggað í gær þó svo það sé meira en vika síðan. Ætli gleðin við það að uppfæra villulistann láti tímann líða hratt hjá mér. Svei mér þá ég held það bara.
Já semsagt ég hef verið að vinna. Fyrst var ég einn í því að gera þennan blessaða villulista sem þurti að uppfæra og þar sem meðalaldurinn á bakvinnslusviði er nálægt 50 árunum þá hafði ég ekki marga til að spjalla við. Úr þessu rættist í seinustu viku þegar stelpa sem er 82 módel byrjaði að vinna. Loksins hef ég einhvern til að tala við og er ekki lengur bara einn í þessu. Enda er farið að síga á seinni hlutann í þessum blessaða lista og verður honum eflaust lokið fyrir lok vikunnar.
Var að komast að því fyrir örstuttu(þegar þetta er skrifað) að ég var valinn í housing lottery NEU og get ég fengið húsnæði á vegum skólans ef mig svo lystir. Það eina sem ég hef áhyggjur af er hvort ég þurfi að skrá mig á matarplan og hvort ég þurfi að flytja út þegar það eru frí og á milli anna. Maður hefur heyrt að svo sé en ég þarf að tjekka betur á því.
Sáttur með úrslit helgarinnar. Öll "stóru" liðin skitu upp á bak, nema FH auðvitað :D. Vona að þessi lína komi mér ekki um koll síðar meir í sumar.