Þegar ég var lítill var ég ótrúlega óþolinmóður. Ég hataði að þurfa að bíða eftir einhverju og besta dæmið um þetta var í kringum jólin. Ég var svo óþolinmóður að til að halda mér góðum þá fékk ég vanalega að opna eina eða tvær gjafir klukkan 6. Eitt árið var óþolinmæðin í fyrirrúmi eins og vanalega og þá tók ég upp á því taka matardiskana af borðinu þegar fólk var búið að borða og byrjaði að vaska þá upp. Allt var þetta gert til að geta opnað gjafirnar fyrr. Nú eftir því sem árin liðu þá ólst þessi óþolinmæði af mér varðandi ýmsa hluti en hefur því miður haldist á öðrum vígstöðum. T.d. er ég í dag mjög óþolinmóður að bíða eftir niðurstöðum ef ég er að gera eitthvað. Gott dæmi um þetta er þegar ég ákvað að kaupa mér bíl þegar ég var á fyrsta ári í háskólanum. Ég skoðaði netið aftur á bak og áfram í leit að bíl og fór og prufaði eitthvað af þessum bílum. Eftir viku eða tvær var ég næstum farinn að gefast upp á að finna ekki bílinn og þoldi ekki að árangur erfiðisins væri svona lengi að koma fram. Svo fór að ég fann mjög góðan bíl. Hefði ég bara keypt það fyrsta sem ég hefði séð þá hefði það getað endað illa og sú "raun" að þurfa að bíða eftir að hlutirnir færu að gerast var þess virði eftir á en á meðan því stóð þá þoldi ég það ekki.
Annað dæmi um þetta er þegar ég var að sækja um skóla. Eftir marga mánuði af pælingum, veseni og stússi í kringum umsóknir og pælingar hvert skyldi fara sendi ég loksins inn umsókn og við tók bið. Helst hefði ég viljað fá svarið daginn eftir að ég sendi út og það pirraði mig kannski hvað mest. Þessi rosalega bið, óvissa um það sem verða skyldi í framtíðinni. Var ég að fara að komast til USA eða ekki?
Að einhverju leyti hefur óþolinmæði á þessu sviði náð yfir á persónulega lífið, sambönd og þess háttar. Þegar maður kynnist nýrri stelpu sem maður er heitur fyrir þá vildi ég helst bara geta komist í það stig þar sem árangur erfiðisins kemur í ljós og hoppa yfir allt sem liggur að því stigi.
Það mætti líkja þessari óþolinmæði minni við bakstur. Ég er í þessum málum oft þannig að ég myndi vilja kaupa hráefnið og svo stæði kakan tilbúin fyrir framan mig án þess að ég hafi haft fyrir vinnunni sem þarf til að búa til kökuna. Þó svo það sé ótrúlega heimskulegt að ætlast til að sjá árangur strax þá býst ég samt oft við því og kenni ég þessari óþolinmæði minni um það.
Reyndar tel ég mjög ólíklegt að eitthvað muni gerast í þessum málum hjá mér á næstu mánuðum hér heima. Sérstaklega í ljósi þess að ég er að fara að flytja til Boston í haust og verð minnst eitt heilt ár eða 2 ár með sumarfríi. Ég hef prufað long distance "samband" og það er mjög erfitt þegar fólk er í sitthvoru landinu. Sérstaklega ef fólk er nýbúið að kynnast. En svo er það oft þannig að þegar maður á síst von á því gerist eitthvað. En þetta verður bara allt að koma í ljós.
Annað dæmi um þetta er þegar ég var að sækja um skóla. Eftir marga mánuði af pælingum, veseni og stússi í kringum umsóknir og pælingar hvert skyldi fara sendi ég loksins inn umsókn og við tók bið. Helst hefði ég viljað fá svarið daginn eftir að ég sendi út og það pirraði mig kannski hvað mest. Þessi rosalega bið, óvissa um það sem verða skyldi í framtíðinni. Var ég að fara að komast til USA eða ekki?
Að einhverju leyti hefur óþolinmæði á þessu sviði náð yfir á persónulega lífið, sambönd og þess háttar. Þegar maður kynnist nýrri stelpu sem maður er heitur fyrir þá vildi ég helst bara geta komist í það stig þar sem árangur erfiðisins kemur í ljós og hoppa yfir allt sem liggur að því stigi.
Það mætti líkja þessari óþolinmæði minni við bakstur. Ég er í þessum málum oft þannig að ég myndi vilja kaupa hráefnið og svo stæði kakan tilbúin fyrir framan mig án þess að ég hafi haft fyrir vinnunni sem þarf til að búa til kökuna. Þó svo það sé ótrúlega heimskulegt að ætlast til að sjá árangur strax þá býst ég samt oft við því og kenni ég þessari óþolinmæði minni um það.
Reyndar tel ég mjög ólíklegt að eitthvað muni gerast í þessum málum hjá mér á næstu mánuðum hér heima. Sérstaklega í ljósi þess að ég er að fara að flytja til Boston í haust og verð minnst eitt heilt ár eða 2 ár með sumarfríi. Ég hef prufað long distance "samband" og það er mjög erfitt þegar fólk er í sitthvoru landinu. Sérstaklega ef fólk er nýbúið að kynnast. En svo er það oft þannig að þegar maður á síst von á því gerist eitthvað. En þetta verður bara allt að koma í ljós.