A site about nothing...

sunnudagur, maí 21, 2006

Jæja hefst nú vika þar sem allt fær að flakka. Til að byrja þetta þá datt mér í hug að segja frá einu vandræðalegasta mómenti sem ég hef lent í og mjög fáir vita um.

Fyrir örfáum árum þá fór ég í Kringluna ásamt bróðir mínum að versla í matinn. Þegar við komum að Hagkaup var búið að leggja í öll fötluðu stæðin og meira að segja var búið að leggja á milli tveggja bíla og var greinilegt að þar fór ekki fatlaður einstaklingur. Þetta þótti mér mikil svívirða og var orðinn svolítið fúll að fólk sem getur gengið án vandræða skyldu gera þetta. Allaveganna við förum inn og verslum og svo fer ég með pokana út í bíl meðan bróðir minn hélt áfram að skoða eitthvað. Með poka í sitthvorri höndinni labba ég fyrir utan og sé þá fólkið sem hafði lagt svo fáránlega bakka úr stæðinu og að vera að keyra í burtu. Maður sá augljóslega á þessu pari að þetta var par sem hugsaði ekki um hinn almenna borgara og hugsaði meira um eigið rassgat og reyndi að gera allt á sem auðveldastan hátt. Þarna er ég semsagt labbandi með poka sitthvorri höndinni og ég sendi þeim illt auga, mjög illt auga, og þau sjá mig. Ég geri þetta og labba með pokana og þegar illa augað stendur sem hæst þá labba ég á einn af þessum litlu staurum sem eru í svo "skemmtilegri hæð" og afmarka bílastæði og gangstétt og þau sjá þetta allt. Hvort það var verra að labba á þennan fjandans staur og sá sársauki sem fylgir því að fá högg á pung eða sú smán að þau skyldu sjá mig lenda í þessu rétt á meðan ég sendi þeim illt auga veit ég ekki hvort var verra.

Eins og glöggir lesendur sjá þá er þetta ekki ég en þessi mynd lýsir ágætlega þeirri þjáningu sem högg á pungsvæði er.