Þar sem það er bara ár í næstu Evróvision þá er um að gera að fara að pæla í henni aðeins. Flestum að óvörum unnu Finnar, þó svo þetta hafi verið fínt atriði, og það hrekur kannski þá alhæfingu sem fólk hefur verið með um að Austantjaldslöndin séu að einoka keppnina. Reyndar þá eru Finnarnir nálægt Rússlandi, landfræðilega séð, en þetta rokk sem þeir framreiða, gamaldags hart rokk, er eitthvað sem nær yfir öll landamæri. Ef annars eru skoðuð þau lönd sem eru þarna ofarlega þá eru þau flest frá títtnefndum austantjaldslöndum og hvern hefði t.d. grunað að Litháen með lagið sitt We are the winners sem hljómar eins og söngur enskra fótboltabullna ætti eftir að ná svona langt? Ekki ég því þetta lag er ömurlegt í alla staði en sýnir að landfræðileg staðsetning og kannski "frændsemi" kemur þér langt. Hins vegar er ég ánægður með Bosníu/Hersegóvínu því það lag er alvöru lag og frábærlega flutt. Höfundurinn, Zeljko Joksimovic, er sá sami og gerði hið frábæra lag fyrir Serbíu og Svartfjallaland árið 2004. Það lag var lang lang lang besta lagið það árið og ég hlusta þónokkuð oft á það.
Þetta var intró að því sem ég ætlaði í raun að ræða um, framlag Íslendinga að ári liðnu. Það er auðséð að við munum eiga í erfiðleikum með að komast upp úr undankeppninni á komandi árum. Við erum engin baltnesk poppþjóð og lagið okkar mun aldrei hljóma þannig. Það sem ég hins vegar væri til í að sjá að ári eru önnur hvor eftirfarandi hljómsveita. Þessar hljómsveitir hafa báðar það til brunns að bera að spila grípandi og hresst rokk og fantagóðar í slíku. Önnur hljómsveitin er með líflegri sviðsframkomu og eru meðlimir yngri en í hinni. Ég er að tala um Jakobínarínu og Jeff Who?. Ég tel að með hressu og flottu rokki gætum við náð langt og þær tvær hljómsveitir sem ég hef talið upp passa fullkomlega við þá lýsingu. Það er hins vegar annað mál hvort þær myndu vilja þetta enda Jakobínarínu menn komnir með samning hjá Rough Trade og spurning hvernig þetta færi með repjútatíónið hjá þeim. Jeff Who? væru hins vegar líklegri að vilja þetta og þegar hljómsveit getur samið lag eins og Golden Age sem er gríðarlega katsí þá veit maður að hún hefur eitthvað í pokahorninu.
Þetta var intró að því sem ég ætlaði í raun að ræða um, framlag Íslendinga að ári liðnu. Það er auðséð að við munum eiga í erfiðleikum með að komast upp úr undankeppninni á komandi árum. Við erum engin baltnesk poppþjóð og lagið okkar mun aldrei hljóma þannig. Það sem ég hins vegar væri til í að sjá að ári eru önnur hvor eftirfarandi hljómsveita. Þessar hljómsveitir hafa báðar það til brunns að bera að spila grípandi og hresst rokk og fantagóðar í slíku. Önnur hljómsveitin er með líflegri sviðsframkomu og eru meðlimir yngri en í hinni. Ég er að tala um Jakobínarínu og Jeff Who?. Ég tel að með hressu og flottu rokki gætum við náð langt og þær tvær hljómsveitir sem ég hef talið upp passa fullkomlega við þá lýsingu. Það er hins vegar annað mál hvort þær myndu vilja þetta enda Jakobínarínu menn komnir með samning hjá Rough Trade og spurning hvernig þetta færi með repjútatíónið hjá þeim. Jeff Who? væru hins vegar líklegri að vilja þetta og þegar hljómsveit getur samið lag eins og Golden Age sem er gríðarlega katsí þá veit maður að hún hefur eitthvað í pokahorninu.