Er það furðulegt að ég er meira inni í pólítíkinni í Reykjavík og veit hvað ég myndi kjósa ef ég byggi þar heldur en því sem er að gerast í Firðinum? Mér finnst það nett furðulegt og ég veit ekki á þessari stundu hvað ég mun koma til með að kjósa. Sá reyndar framboðslista frá Framsókn og þar í 11. sæti er einhver mesti snillingur sem ég hef unnið með á minni ævi. Hún heitir Elín Björg og við unnum saman eitt sumar í Hans Petersen Bankastræti. Við náðum ótrúlega vel saman við Elín og svo vel að sumir göntuðust með það að ég væri faðir barnsins sem hún bar undir belti þá. Ég fullvissa ykkur þó að ég átti það ekki ;). Við brölluðum ýmislegt ég og Elín og ef maður var eitthvað down þá gat maður treyst á það að hún náði að rífa mann upp úr volæðinu. Enda í dag þegar við rekumst á hvort annað, sem gerist kannski einu sinni til tvisvar á ári þá eru miklir fagnaðarfundir með faðmlögum og kossum. Eitt sinn hitti ég hana í bænum að kvöldi til um helgi og þá var hún pínu í glasi og tjáði vinum mínum að hún elskaði mig. En svona fólk eins og Elín er fólk sem gefur lífinu lit og ég er feginn að hafa kynnst. Hver veit hvort ég gefi Framsókn mitt atkvæði útá það eitt að Elín er þar, það mun koma í ljós um næstu helgi. En eins og staðan er í dag, þá gæti það alveg gerst.
Að lokum ætla ég að láta flakka eina pælingu sem skaust upp í hausinn á mér og ég man ekki afhverju.
Þegar blindir skeina sér, hvernig vita þeir að mál sé að standa upp og sturta niður þannig að allt sem á að vera hreint sé hreint, ef svo mætti að orði komast?
Að lokum ætla ég að láta flakka eina pælingu sem skaust upp í hausinn á mér og ég man ekki afhverju.
Þegar blindir skeina sér, hvernig vita þeir að mál sé að standa upp og sturta niður þannig að allt sem á að vera hreint sé hreint, ef svo mætti að orði komast?