A site about nothing...

mánudagur, mars 20, 2006

Hot Chip - Over and over

Þetta magnaða lag sem ég minnist á hér fyrir ofan er það lag sem ég er að fíla hvað mest um þessar mundir. Ég hreinlega er að nauðga því enda er mikið fútt í laginu og er það tilvalið til að taka mökunardansinn við ef tilefnið er rétt.

Um helgina var háð heimsmeistaramót milli 12 drengja. Keppt var í riðlum og voru riðlarnir fjórir og því þrír í riðli. Keppt var í Pro Evolution Soccer og til að gera langa sögu stutta þá vann ég mótið. Riðlakeppnin var æsispennandi. Fyrsta leikinn minn vann ég á móti Árna Guðjóns þar sem ég spilaði Tékkland en hann spilaði Spán. Úrslit leiksins réðust á vítaspyrnu sem Árni var ekki sáttur við. Í næsta leik riðilsins lagði Árni Guðna Bassa 1-0. Svo var komið að leik míns og Guðna. Rooney skoraði snemma leiks og því staðan í riðlinum hnífjöfn. Ég sótti án afláts og allt stefndi í vítaspyrnukeppni. Á 92 mínútu leiksins fæ ég aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Fram til þessa hef ég aldrei skorað úr aukaspyrnu en þarna, undir einhverri mestu pressu sem ég hef verið undir skrúfaði ég boltann yfir vegginn og tryggði mér og Árna sæti upp úr riðlinum. Í fyrsta leik 8 liða úrslitanna spilaði ég á móti nýkjörnum formanni félags hagfræðinema og var hann Ítalía. Ég sótti án afláts en Buffon sá við öllu. Leikurinn fór í framlengingu og þá loksins náði ég að setja eitt og tryggja mig áfram. Í undanúrslitum mætti ég Káka sem hafði gengið mjög vel með Frakkana sína fram til þessa í mótinu. Skemmst er frá því að segja að Káki sá ekki til sólar í leiknum og öruggur 2-0 sigur minn staðreynd. Á meðan þessu stóð var Fjalarr sem var surprise gaurinn í mótinu að komast áfram af mikilli þrautseigju. Í átta liða úrslitum þá komst hann áfram í vítaspyrnukeppni og í undanúrslitum þá skoraði hann mark í framlengingu. Við mættumst, Fjalarr sem Portúgal og ég sem Tékkland. Lengi vel stóð Fjalarr í mér með góðri vörn sem erfitt var að brjóta niður. en í síðari hálfleik tókst mér að brjóta niður vörnina og lauma einu kvikindi framhjá markmanni hans. Fjalarr átti nokkur góð færi en á lokamínútum leiksins setti ég annað mark og sigurinn var minn.