Seinustu tvær vikurnar eða svo hef ég verið að horfa í kringum mig eftir nýjum gleraugum. Af því tilefni hef ég heimsótt næstum allar gleraugnaverslarnir á höfuðborgarsvæðinu. En það sem verra er að þetta hefur gert mig að perra. Gleraugnaperra. Þetta virkar þannig að ég stari á fólk með gleraugu, þá sérstaklega karlmenn, og spái í því hvernig gleraugu þeir séu með og hvernig þau fari þeim. Ég vona að þetta hafi ekki og sé ekki of augljóst og að fólk spái hvað ég sé að pæla með að stara á gleraugun hjá því. Annars verð ég að segja að ég er mjög hrifinn af umgjarðarlausum gleraugum sem eru svolítið kassalega og glerin eru bæði breið og há. Ekki er verra ef þau falla að andlitinu. Annað sem ég fíla eru hálf-umgjarðir og aftur verða glerin að vera bæði breið og há. En sú spurning sem ég spyr mig mest að um þessar mundir er hvort þessi áhugi minn á gleraugum sem falla að andlitinu, þ.e. eru kúpt, sé eitthvað sem ég muni síðan ekki fíla eftir eitt ár og önnur spurning er sú hvort ég eigi að fá mér svona titanium fisléttar umgjarðir á umgjarðalausum gleraugum. Er það of eldri mannalegt þar sem ég skilgreini eldri menn 30+ eða er það töff?
mánudagur, mars 27, 2006
|
<< Home