A site about nothing...

fimmtudagur, mars 16, 2006

Fór í bíó með Fjalla Palla á sunnudaginn á nýju Woody Allen myndina og ég verð að segja að hún kom á óvart. Plottið í henni er mjög gott og myndin er bara yfirhöfuð góð. Það eina sem mér fannst að henni var í byrjun myndarinnar, fannst hún soldið snubbótt þar en annars mjög góð mynd sem ég mæli hiklaust með.
Annars gengur lífið sinn vanagang. Ég er núna að byrja að leita mér að nýjum gleraugum því þessi sem ég á og hef notað seinustu tvö ár eða svo áttu eiginlega bara að vera til að "lesa". Þ.e. ég ætlaði ekki að nota gleraugu dagsdaglega en svo bara varð ég. Þau gleraugu sem mér lýst best á hingað til kosta 50 þúsund, er ég geðveikur að vera alvarlega að pæla í því að fá mér þau? Þau eru mjög flott og létt (sem er gott fyrst ég er alltaf með gleraugu).