Seinasti heili dagurinn minn á Íslandi í nærri 4 mánuði er að kvöldi kominn. Hann hefur verið ansi viðburðaríkur enda er nóg sem þarf að gera. Ég byrjaði daginn á því að bjóða fólki á deildinni ásamt þeim sem ég var með hvað mest upp á köku og mjólk sem lagðist vel í fólk. Svo hélt ég kynningu á verkefninu sem ég var ráðinn inn í fyrirtækið til að gera og það gekk bara mjög vel. Svo hefur fólk verið að koma hérna með hluti, fá lánaðar bækur og að kveðja drenginn. Á morgun þarf ég svo að redda svona seinustu hlutunum áður en ég fer út en það ætti allt að vera í góðu.
Þar sem ég veit ekki alveg hvað líður langur tími þangað til ég kemst aftur inn á netið, ætti svosem ekki að vera langur tími þá ætla ég að skilja eftir eina skemmtilega vandræðalega sögu fyrir mig og ákveðinn misskilning sem ég hafði á mínum yngri árum.
Þannig var mál með vexti að sumarið eftir 9unda bekk var ég að vinna í unglingavinnunni og líkt og margir aðrir unglingar í unglingavinnunni var ég alltaf til í að sleppa við að vinna. Einn daginn tók ég eftir því að eina stelpuna vantaði eftir hádegi og fer því og spyr flokkstjórann hvar stelpan sé.
Flokkstjórinn: "Hún fékk frí því Rósa frænka kom í heimsókn".
Ég tók þessa skýringu sem góða og gilda en var soldið súr og hugsaði með mér: Ekki bað ég um frí þegar Guðrún frænka kom seinast.
Svo er um að gera að lofa bót og betrun og hætta 5 daga bloggi eins og hefur verið ríkjandi upp á síðkastið, enda eiga eflaust skemmtilegir hlutir eftir að gerast í kóngsins Köben.
Þar sem ég veit ekki alveg hvað líður langur tími þangað til ég kemst aftur inn á netið, ætti svosem ekki að vera langur tími þá ætla ég að skilja eftir eina skemmtilega vandræðalega sögu fyrir mig og ákveðinn misskilning sem ég hafði á mínum yngri árum.
Þannig var mál með vexti að sumarið eftir 9unda bekk var ég að vinna í unglingavinnunni og líkt og margir aðrir unglingar í unglingavinnunni var ég alltaf til í að sleppa við að vinna. Einn daginn tók ég eftir því að eina stelpuna vantaði eftir hádegi og fer því og spyr flokkstjórann hvar stelpan sé.
Flokkstjórinn: "Hún fékk frí því Rósa frænka kom í heimsókn".
Ég tók þessa skýringu sem góða og gilda en var soldið súr og hugsaði með mér: Ekki bað ég um frí þegar Guðrún frænka kom seinast.
Svo er um að gera að lofa bót og betrun og hætta 5 daga bloggi eins og hefur verið ríkjandi upp á síðkastið, enda eiga eflaust skemmtilegir hlutir eftir að gerast í kóngsins Köben.