Fyrsti skóladagurinn í dag og það tók ansi góðan tíma að koma mér þangað enda frekar langt frá skólanum þar sem ég bý núna. En það hafðist fyrir rest og ég fann húsið og fyrirlestrarsalinn eftir að hafa fengið að kíkja á netið hjá strák sem var á netinu. Kúrsinn sem ég fór í er svona jafngildi hagverkfræði heima en það er samt munur á þeim. T.d. í dag þá var gaurinn að tala um Simplex aðferðina sem mig minnir að sé notuð í framleiðslugreiningu og var aldrei minnst á í Hagverkfræði. Allaveganna þá var kennslan á dönsku og því soldið erfitt að fylgjast með enda talaði gaurinn fullhratt fyrir minn smekk auk þess sem mann vantar allskonar orð í orðaforðann til að skilja hann. Þar sem ég er búinn með hagverkfræði þá er ég jafnvel að hugsa um að sleppa þessu fagi því ég þarf að sleppa einhverjum. Auk þess þá þarf ég ekkert að mæta á mánudögum sem varla telst svo slæmt.
Annars þá verð ég að tala um lestar, djöfull dýrka ég lestarkerfið hérna. Það er ótrúlega þægilegt að nota þetta og maður er mjög fljótur að komast milli staða í þessu. Já ég vildi svosem ekki segja neitt meira um lestarnar.
Annars þá verð ég að tala um lestar, djöfull dýrka ég lestarkerfið hérna. Það er ótrúlega þægilegt að nota þetta og maður er mjög fljótur að komast milli staða í þessu. Já ég vildi svosem ekki segja neitt meira um lestarnar.