Ég er búinn að vera í svona furðulegu "ástandi" varðandi vinnu þessa seinustu viku. Þannig er mál með vexti að ég fór í atvinnuviðtal hjá Orkuveitu Reykjavíkur í seinustu viku fyrir sérverkefni sem þeir hafa. Hitti ég þar deildarstjórann fyrir þetta verkefni og einhvern úr starfsmannahaldi. Svo eftir þann fund fór ég með deildarstjóranum og við ræddum betur um verkefnið svo ég vissi örugglega hvað ég væri að fara í og vildi hún vita hvort ég gæti gert þetta. Ég játaði því auðvitað og svo spjölluðum við eitthvað og hún var voðalega jákvæð og sagði nánast allt um það að ég væri ráðinn nema "þú ert ráðinn". Svo vissi ég að í þessari viku ætluðu þeir að klára að ganga frá ráðningum en ég var ekki viss hvort ég væri ráðinn af því ég hafði aldrei heyrt "þú ert ráðinn" heldur sagði deildarstjórinn mér að koma í byrjun maí svo ég gæti "fílað mig" á staðnum(þarna var hún að vísa í talsmáta unga fólksins), svo ég vitni í hana og orðið rólegri varðandi verkefnið áður en ég færi út. Ok eins og þið getið kanski lesið úr þessu þá virkar þetta nokkuð augljóst að maður sé ráðinn en einhvern veginn vill maður heyra orðin, þú ert ráðinn. Svo líður þessi vika og ég fer að fá efasemdir þannig að í dag ákvað ég að senda póst og spurði deildarstjórann út í eitthvað sem hún ætlaði að tala við mig um en hafði ekki gert. Svo fæ ég svar þar sem ég fæ upplýsingarnar og hún biður mig um að hafa samband við sig 3. eða 4. maí. Þannig að ég er víst ráðinn, jei jei jei. Svo sakar ekki að maður þekkir einhverja sem verða að vinna þarna líka.
Maður er óneitanlega ánægður að loksins komast frá Hans Petersen og fá að vinna við eitthvað tengt námi manns. Einnig var OR sá staður sem ég vildi helst vinna hjá í sumar og ég veit að mjög margir sóttu um þannig að þetta hressir aðeins upp á egóið.
Maður er óneitanlega ánægður að loksins komast frá Hans Petersen og fá að vinna við eitthvað tengt námi manns. Einnig var OR sá staður sem ég vildi helst vinna hjá í sumar og ég veit að mjög margir sóttu um þannig að þetta hressir aðeins upp á egóið.