A site about nothing...

sunnudagur, maí 01, 2005

Ætli það sé ekki kominn tími á blogg. Núna er maður hálfnaður með prófin, fór í próf í dag í fagi sem ég kunni ekkert sérstaklega vel, þróun hugbúnaðar eða pizzubúnaðar eins og Addi I kallar þetta. Gekk betur en ég þorði að vona en samt engin mössun svo sem. Fyrra prófið var í stjórnun fyrirtækja og var heimapróf frá 8-12. Pínu klúður um morgunin þar sem í fyrsta lagi kom ekkert próf í fyrsta tölvupóstinum sem kennarinn sendi. Svo sendi hann próf en þá var það vitlaust próf en að lokum komst þetta til skila. Þetta próf gekk bara ágætlega. Næsta próf er á þriðjudaginn og er í hermun.
Chelsea meistari og er það vel. Ánægjulegt að sjá Eið vinna þetta og ég sá í fréttunum að Eiður og Lampard eru greinilega súper buddies sem er svalt.
Fór heim eftir prófið í dag sem var eftir hádegi. Það var búið að ákveða það að það yrði dýrindis nautasteik í matinn þar sem ég fékk OR vinnuna og var ömmu og systur minni boðið í mat. Bróðir minn eldaði þetta síðan á snilldarhátt og þetta hreinlega bráðnaði í munninum á manni. Maður ætti greinlega oftar að fá vinnu.

Fu kin su pah segi ég nú bara og kveð.