Hafi mig einhvern tíma langað til að sjá allan Hafnarfjörð og þá meina ég allan þá fékk ég tækifæri til þess í gær. Sama hversu lítil gatan var, ég sá hana. Þannig er mál með vexti að ég og Ingi Sturla bárum út Vélabrögð 2005 í gær og okkar hverfi var allur Hafnarfjörðurinn en einungis um 230 blöð eða svo. Þar sem við erum í pulsuverkfræði beittum við lógískri bestun á þá leið sem við fórum að bera blöðin út. Við sorteruðum blöðin eftir hverfum, svo eftir götum í hverfunum og þar næst eftir húsanúmerum. Svo með liðsinnis korts og hyggjuvits röðuðum við blöðunum í þá röð sem þau myndu vera borin út í. Það verður að segjast að leiðin hefði varla geta verið betur valin og var rúnturinn okkar, sem tók reyndar um 6 tíma með klukkutíma í matarhlé, nánast bara bein leið og ekkert að hringsóla. Þannig að þarna fékk ég frábært tækifæri til að sjá þá uppbyggingu sem hefur átt sér stað í Firðinum auk þess sem maður naut útsýnisins enda Fjörðurinn fallegasti bær landsins.
Svo í gærkveldi eftir að hafa borið út þetta blað og kíkt í World Class skellti ég mér á kvikmyndahátið með Einar, sem ég hafði ekki séð í svona 2 mánuði, á myndina Der Untergang. Hún fjallar um seinustu daga Hitlers og þá geðsýki sem ríkti í byrgi hans. Sagan er nokkurn veginn sögð frá sjónarhorni einkaritara Hitlers, Traudl Junge sem er þokkalega hot þ.e. allaveganna leikkonan sem lék hana. Og ef mark er takandi á þessari mynd þá var Eva Braun úr tengslum við raunveruleikann fannst mér því hún vildi bara halda fyllerí og dansa þegar Rússarnir voru skammt frá. Göbbels og frú voru geðsjúk og minnti Göbbels mig á dreng sem vill viðurkenningu frá föður sínum en fær ekki. Það var mjög áhugavert að sjá þetta frá þessu sjónarhorni því mér hefur alltaf þótt seinni heimstyrjöldin eitt áhugaverðasta tímabil mannkynssögunnar og hafði virkilega gaman af því að læra um hana í MR. Annars er verst hvað maður hefur lítinn tíma og er fátækur því þessi hátið er með þvílíkt mikið magn af áhugaverðum myndum sem gaman væri að sjá.
Svo í gærkveldi eftir að hafa borið út þetta blað og kíkt í World Class skellti ég mér á kvikmyndahátið með Einar, sem ég hafði ekki séð í svona 2 mánuði, á myndina Der Untergang. Hún fjallar um seinustu daga Hitlers og þá geðsýki sem ríkti í byrgi hans. Sagan er nokkurn veginn sögð frá sjónarhorni einkaritara Hitlers, Traudl Junge sem er þokkalega hot þ.e. allaveganna leikkonan sem lék hana. Og ef mark er takandi á þessari mynd þá var Eva Braun úr tengslum við raunveruleikann fannst mér því hún vildi bara halda fyllerí og dansa þegar Rússarnir voru skammt frá. Göbbels og frú voru geðsjúk og minnti Göbbels mig á dreng sem vill viðurkenningu frá föður sínum en fær ekki. Það var mjög áhugavert að sjá þetta frá þessu sjónarhorni því mér hefur alltaf þótt seinni heimstyrjöldin eitt áhugaverðasta tímabil mannkynssögunnar og hafði virkilega gaman af því að læra um hana í MR. Annars er verst hvað maður hefur lítinn tíma og er fátækur því þessi hátið er með þvílíkt mikið magn af áhugaverðum myndum sem gaman væri að sjá.