A site about nothing...

sunnudagur, apríl 17, 2005

Á föstudaginn fór ég og lét skipta um dekk á bílnum. Þvílíka ró og frið hef ég ekki upplifað í lengri tíma þegar ég loksins hætti að heyra hvininn sem myndaðist þegar naglarnir runnu eftir götunni. Þetta var fáránlega góð tilfinning. Svona eins og þegar það er eitthvað lágt suð sem maður hættir að taka eftir eftir smátíma en er til staðar og svo loks finnur maður þegar það hættir alveg hversu gott það er. Þannig leið mér á föstudaginn.
Þessi helgi fór síðan í það að vinna í hermunarverkefninu sem á að skila næsta laugardag. Það má segja að við höfum verið á sama stað i verkefninu frá því á laugardagsmorgun og fram á sunnudagskvöld þegar loksins eitthvað gerðist. Svo voru nú fleiri í skólanum að gera þetta og margir hverjir hugsuðu kennurunum þegjandi þörfina. Það er ansi erfitt að vinna svona viðamikið verkefni þegar kennarinn er svo ekki einu sinni til staðar og allt pikkfast.