Sem betur fer er ennþá til fólk sem vill öðrum vel. Í dag fann ég snilldarheimasíðu. Það sem gerir hana að snilld er sú staðreynd að þar er hægt að nálgast allskonar B-sides efni með Radiohead og tónleika sem þeir hafa spilað, t.d. tónleikana þar sem Thom Yorke var einn með kassagítar núna nýlega. Fyrir mig sem aðdáanda Radiohead er þetta mikill fengur, því þegar gamli stóri diskurinn á tölvunni eyðilagðist, eyðilögðist allt sem ég var búinn að safna með Radiohead, t.a.m. b-sides allskonar og rarities. Þannig að þarna get ég fengið eitthvað af því tilbaka. Já þið viljið kanski líka ná í þetta hmmm? Linkurinn er www.dallasmavs.net/rhead
miðvikudagur, nóvember 27, 2002
|
<< Home