A site about nothing...

þriðjudagur, nóvember 12, 2002

Fyrst ætla ég að óska öðlinginum honum Tómasi Karli Aðalsteinssyni til hamingju með afmælið, kallinn er tvítugur. Í tilefni af því þá kanski bæti ég inn í kvöld næsta lagi vikunnar, en það er þónokkuð magnað. Nánar um það síðar.

Þegar ég opnaði pósthólfið mitt biðu mín þar um 175 nýjir póstar. Djöfull er ég vinsæll, hugsaði ég með mér og undirbjó mig að fara að lesa allan pakkann. Kíki aðeins betur á þetta, þá er þetta eintómt rugl eitthvað, einhver tölvuvírus var að bögga háskólakerfið og allir fengu gífurlegan fjölda af tölvupóstum sendan til sín. Ekki nógu gott það.

Ef einhver getur bent mér á það hvernig ég á setja inn commenta kerfi þá væri það mjög vel þegið. Ég er búinn að vera að reyna það síðustu daga, þess vegna stendur, testing eða prufa alltaf á skjánum og það nokkrum sinnum. Sá sem heldur að hann geti hjálpað mér, sendi mér póst á tari@torg.is.