A site about nothing...

þriðjudagur, október 29, 2002

Sunnudaginn 27.október talaði Mr.Big, öðru nafni Önundur um veislu sem hann fór í hjá Hannesi Hefner eins og hann kallaði hann. Talaði Önundur þar um dans stelpurnar sem oft hafa verið í slíkum veislum hjá Hefner og félögum hans sem æfa dans. Þetta minnti mig á eina slíka veislu en hún var haldin hjá Markúsi Má Efraím. Allaveganna þá voru þessar dansistelpur þarna og dönsuðu sem mest þær máttu við hina ýmsu tónlist. Sérstaklega er mér minnistætt, þegar tvær mjög svo huggulegar stelpur dönsuðu einkar eggjandi við Micheal Jackson, King of pop (Registered Trademark) lag. Sat ég í sófa svona 2 metrum frá þeim ásamt einhverjum fleirum strákum og mér leið og líka einum vini mínum sem hjá mér sat, eins og við ættum að borga fyrir að sjá þetta hehe. Svo í sama partýi þá var Markús mjög snjall, setti hann á lagið Saturday Night með Whigfield og hófu allar yngismeyjarnar sem æfðu dans, að dansa Whigfield dansinn sem er ansi gaman að horfa á, sérstaklega þegar um 9 huggulegar stúlkur er að ræða.

Dónaskapur er sá kostur í mannfólki sem ég þoli síst. Þannig var mál með vexti í að í dag var ég að nýta mér æfingaaðstöðu Háskólans og vorum við þrjú þar inni. Í útvarpinu var á mjög þægilegum styrk rás 2 undir og var ég bara ánægður með það. Allaveganna, síðan koma inn einhverjar 2 fm beyglur og hertaka svæðið. Spurðu þær einungis eina manneskju hvort hún væri að hlusta á þetta því hún stóð næst útvarpinu, en þá vildi svo til að hún var útlensk og skildi ekki spurninguna. Stilltu þær á mestu viðurstyggð fyrir útvarp á Íslandi, fm957, og blöstuðu. En kvartaði ég??? Nei ég er of kurteis. Ég ætla að temja mér það að vera ótrúlega ókurteis og leiðinlegur, því annars verður maður bara undir í lífinu, það er greinilegt.

Ef einhver er að velta fyrir sér afhverju síðan heitir, A site about nothing, þá get ég sagt þeim það hér og nú. Þetta er tilvísun í Seinfeld. Þegar Seinfeld og George voru að selja hugmynd að þætti sem þeir höfðu til NBC, var catchphrase-ið fyrir þáttinn, a show about nothing. En ég er einmitt einlægur aðdáandi Seinfeld og fannst mér þetta einkar viðeigandi.