A site about nothing...

laugardagur, október 26, 2002

Í gærkveldi var ég staddur á uppistandi Jóns Gnarr, Péturs Dingdong og Mr.Pornstar og var eftirvænting nokkur, því bæði Pétur og Jón eru gríðarfyndnir. Pétur byrjaði kvöldið og var í geysilegu stuði og reytti af sér brandarana þannig að salurinn lá í krampa. Svo kom Jón og ég verð að segja að hann olli svolitlum vonbrigðum. Þetta er kanski ekki besti staður og stund fyrir Jón. Hann þarf tíma, því hann byggir upp hægt og rólega grínið um bara lífið og tilveruna og svo koma ótrúlega fyndin punchline, þannig að maður deyr næstum úr hlátri. Það fáránlegasta af öllu var samt að þegar Jón kom fram og stóð bara og gerði ekki neitt, sagði svona já og jæja nokkrum sinnum þá vorum sumir sem skellihlógu. Það hlýtur að vera soldið leiðinlegt að vera Jón, það hlæja allir að þér, sama hvað þú gerir og allir halda að þú sért að grínast ef þú segir eitthvað. Ég verð að viðurkenna að mér stekkur bros á vör þegar ég sé hann og fer næstum að hlægja en mér finnst vera óheppinn að þessu leyti. Svo kom Ron sjálfur og sagði allskonar brandara tengdum klámi og svona og voru þeir bara nokkuð fyndnir. Svo í lokin fengu áhorfendur að spyrja hann. Og þá kom eitthvað major fífl og spurði og spurði og spurði og spurði og hleypti engum öðrum að. Spurningarnar voru mjög lélegar og leiðinlegar, svona barnaskólahúmor t.d.: did you fuck betarokk, svo flissaði hann eins og skólastelpa og félagar hans líka, sem by the way voru fullir. En samt var þetta voða fínt.

Ég er búinn að uppgötva samsæri mikið og flókið. Í gær var ég á uppistandi i Háskólabíói sem er nú í eigu Sambíóa. Og fékk ég mér af því tilefni popp og kók. Allaveganna hér kemur samsæriskenningin: Vífilfell og Sambíóin eru í samstarfi til að auka sölu með því að bíóin salta poppið óheyrilega, þannig fólk verður mjög þyrst. Og þá kaupir það meira að drekka, sem leiðir til meiri sölu fyrir bíóið og Vífilfell.