A site about nothing...

laugardagur, október 19, 2002

Í dag er gleðidagur. Arsenal tapaði í fyrsta skipti af síðustu 30 spiluðum leikjum í dag, þökk sé 16 ára boy wonder hjá Everton sem heitir Wayne Rooney og lítur út fyrir að vera svona 25. Manchester tapaði ekki og í kvöld er lokahluti hinnar ágætu Airwaves hátíðar þegar feitimjói strákurinn, apparat, hives og fleiri verða gríðarhressir. Mjög góður dagur.



Landsleikurinn á miðvikudaginn var miklu betri. Mennirnir náðu einhverju spili í gang, þurftu ekki að kýla boltann fram og voru bara í heildina mjög góðir. Haukur Ingi átti mjög góðan leik, sífellt að taka einhverjar gabbhreyfingar þannig að Litháarnir vissu varla hvaðan á þá stóð veðrið. Shit hvað hann er líka fljótur að hlaupa, hann hleypur eflaust hundrað metrana á svona 11 sek eða þar um bil.



Já talandi um Airwaves þá er þetta búið að vera býsna góð hátíð. Á fimmtudeginum fór ég ásamt Ara Tóm, Martini, Tuma og Svessa á nokkra staði. Byrjaði á Hip-hop kveldinu á Gauknum þar sem O.N.E. hófu kvöldið og þeir voru nokkur góðir. Undirspilið og samplið hjá þeim var oft ótrúlega flott og rapparinn var nokkuð þéttur. O.N.E samanstanda víst af MR-ingum og er ekkert nema gott um það að segja, sýnir gróskuna í þessum merka skóla hehe. Afkvæmi guðanna voru ágætir, fílaði þá ekkert rosalega samt, bent og 7berg voru frekar slappir og J-live nokkuð góður. Hann náði upp massastemmningu með skopparanna og fékk þá í að syngja með sér.



Svo var litið á xperimental kvöldið í Iðnó þar sem ég sá DDD, síðustu mínútuna á Jagúar. Ef eitthvað er að marka hana þá hafa þetta verið nokkuð góðir tónleikar hjá þeim. Svo sá ég líka Remy Zero á Nasa, það var rock and roll og vildu sumir samferðarmenn mínir meina að þeir hefðu verið bestir það kvöldið.



Svo í gær var aftur tekinn hringurinn með sömu mönnum og kvöldinu áður. Heldur var kaldara í veðri en kvöldinu áður og líka voru sumir hressari en kvöldinu áður sökum vísindaferðar fyrr um kvöldið. Hitti ég mannskapinn á Ensímitónleikunum á Nasa og voru þeir að gera góða hluti. Nýja efnið er bara mjög gott. Einstaka menn vildu fá að heyra eitthvað af þessu gamla eins og Atari en söngvarinn brosti bara. Sökum góðrar umfjöllunar frá Arnari Eggerti í mogganum var ákveðið að kíkja á síðustu mínúturnar af Ske eftir Ensími tónleikana. Ske liðar voru í svona kósý fíling fengu fullt af söngvurum á svið til sín og allir í goody fíling. Meðal annars fengu þeir japanska snót er heitir Juliette og söng hún lögin Juliette pt1 og pt2. Pt2 lagið þekkja eflaust flestir ef þeir hafa eitthvað verið að horfa á sjónvarp upp á síðkastið, þetta er lagið í auglýsingunni hjá Landsbankanum. Ákveðið var að bíða eftir að heyra í Bang Gang. Við vissum að dagskráin hafði eitthvað hliðrast en við tók 30-40 mínútna bið( eru sumir farnir að líta stórt upp á sig??). Greinilegt er að Bang Gang er eitthvað farið að róast ekki lengur þessi svona dansvæna tónlist.

Eftir Bang Gang var farið á Gaukinn þar sem Silt(Botnleðja) steig á svið í grímubúningum. Það er langt síðan ég hef heyrt eitthvað efni með þessari hljómsveit, sem gaf út einn besta disk sem hljómsveit hefur gefið út á Íslandi hin síðari ár, Fólk er fífl. Silt eru orðnir mjög harðir núna, og maður þarf soldið að venjast því. En þeirri helsti kostur hefur alltaf verið hvað þeir eru geðveikt þéttir, þeir voru þéttir þegar þeir unnu Músíktilraunir og eru það enn. Svo var komið að síðasta atriði kveldsins sem voru Leaves. Ótrúlega góðir en alltof stutt, þeir komu fram mun seinna en þeir áttu að gera, og þarafleiðandi spiluðu mjög lítið, sem var synd.



Núna eru einungis 2 tímar og 40 mín þangað til lokahnykkurinn á hátíðinni hefst og ég bíð bara spenntur.