A site about nothing...

miðvikudagur, október 09, 2002

Þegar ég var í MR þá langaði mig alltaf að prufa að vera í einhverjum öðrum skóla, svona kanski í eina önn eða svo til að meta hvernig álægið væri þar miðað við MR, því nóg fannst mér það vera í MR og fannst mér stundum ég alltaf vera að læra. Svo fór ég í Háskóla. Þar er mikið að læra. Ég byrjaði svona frekar rólega en samt gerði ég meira en ég var vanur á meðaldegi, það var ekki nóg. Því hef ég spýtt í lófana og eyði umstalsverðum tíma af hverjum degi í að læra. Milli tíma og eftir að ég kem heim á daginn. Því hef ég sagt það svona í gríni að ef ég hefði eytt jafnmiklum tíma í að læra frá byrjun í MR og ég geri núna, þá hefði ég líklega útskrifast með 10,2 í meðaleinkunn.

Djöfull er það pirrandi þegar maður vaknar á morgnana svona 5 mínútum áður en klukkan hringir, dauðþreyttur. Það fer ótrúlega í mig að þetta skuli gerast hjá mér. Mér finnst að ég eigi bara að vera sofandi þangað til klukkan hringir og vakna þá útsofinn. En þannig er það nú sjaldnast, því oftast heyi ég baráttu við líkama minn og vilja hans til að sofna meðan ég er í fyrirlestrum. Hvor okkar vinnur er upp og ofan.

Þótt ótrúlegt megi virðast þá er farinn að hugsa til jólanna. Og það er mikil tilhlökkun í þeirri hugsun, sökum þess að líklega mun ég ekki vinna þessi jól, heldur fæ ég tækifæri til að njóta þeirra almennilega og slappa svolítið af eftir jólaprófin, það verður eflaust sweet :Ð.