A site about nothing...

fimmtudagur, október 24, 2002

Ég var að finna hérna heima hjá mér gamlan íslenskan safndisk, sem var gefin út með því takmarki að sýna þá grósku sem var í gangi í íslensku tónlistarlífi á þeim tíma. Þarna voru að koma fram í fyrsta skipti hljómsveitir eins og 200.000 naglbítar, stjörnukisi, Bang Gang og Emmet. En Emmet þessi er líklega þekktust, myndi ég halda, fyrir söngvarann og textasmið, engann annan en beturokk og fer henni þetta ágætlega úr hendi. Þessi diskur er ágætis eign. Hæð í húsi með Naglbítunum er á honum og er það eitt þeirra besta lag.


Svo var mikil gleðistund í dag. Leit á www.draumadeildin.is og hvað haldiði?? Minns er bara kominn í 13 sæti og hefur mér aldrei vegnað jafnvel. Nú þarf maður að fara að leggjast yfir næstu umferð, því takmarkið er að komast á topp 10 og inn á listann yfir efstu lið.


Djöfull get ég ekki beðið þangað til annaðkvöld þegar Jón Gnarr, Pétur Jóhann Sigfússon og Ron Jeremy stíga á stokk og flytja gamanmál. Jón veit ég að er ótrúlega fyndinn, ég hélt að ég myndi deyja úr hlátri þegar ég sá sýninguna hans, ég var einu sinni nörd. Pétur hitaði upp þá fyrir hann og stóð sig mjög vel, og svo verður gaman að sjá hvað Mr. Pornstar sjálfur hefur fram að færa.