Ég hef brotið lög. Nei ekki landslög, heldur lög Óttars Völundarsonar. Þannig er mál með vexti að einn kafli í lögum Óttars er þannig að ekki skuli læra á föstudögum, en ég þurfti að brjóta þau lög í dag. Því það er svo ótrúlega mikið að gerast í skólanum að ef ég sleppi úr einum degi þá fer allt í vaskinn. Svo gæti orðið að ég yrði síbrotamaður, og myndi brjóta þessi lög í gríð og erg en ég vona þó ekki.
Þjóðarfjall Íslendinga skv, skoðanakönnun og kosningu er Herðubreið og er það vel að því komið svosem. Ég hef ekkert á móti því fjalli. Þessi kosning kom víst til útaf því að ferðamálaráði eða eitthvað álíka ráð fékk svo mikið af emilum frá útlöndum þar sem spurt var, hvert væri þjóðarfjall okkar Íslendinga.
Ætli Danir gætu haldið svona kosingu? það eru jú engin fjöll í Danmörku.
Þjóðarfjall Íslendinga skv, skoðanakönnun og kosningu er Herðubreið og er það vel að því komið svosem. Ég hef ekkert á móti því fjalli. Þessi kosning kom víst til útaf því að ferðamálaráði eða eitthvað álíka ráð fékk svo mikið af emilum frá útlöndum þar sem spurt var, hvert væri þjóðarfjall okkar Íslendinga.
Ætli Danir gætu haldið svona kosingu? það eru jú engin fjöll í Danmörku.