A site about nothing...

fimmtudagur, október 10, 2002

Svona er það þegar maður er bara að reikna alla daga, maður gleymir hvernig á að tala rétta íslensku. Í síðasta pósti sagði ég:"... kanski í svona eina önn eða svo til að meta hvernig álægið væri..." Ég meinti vitaskuld álagið hehe.

Ég gerði þvílík reyfarakaup um síðustu helgi. Leit við í Skífunni og þá voru þar einhverjir diskar á mjög góðu tilboði, svona 400-1000kr stykkið. Fann þarna nokkra diska sem mig langaði í en endaði bara á því að fá mér tvo. Annar var diskur sem ég hafði eitt sinn átt og hlustað mikið á, en honum ásamt 20 öðrum var stolið og var það mikill missir í því. Þann disk fékk ég á 500kall eða svo, helvíti gott. Svo keypti ég disk með hinum belgísku Dewaele bræðrum í hljómsveitinni Soulwax, það er skal ég ykkur segja snilldardiskur. Og ekki skemmdi fyrir að hann kostaði aðeins skitnar 400 krónur.
Ég held að ég sé með geisladiska eins og konur eru með skó, ég verð að fá fleiri.