A site about nothing...

mánudagur, október 28, 2002

Á laugardaginn sá ég snilldarmynd. Mér leið eins og ég væri aftur orðinn svona sjö átta ára og væri að horfa á þætti eins og kalla í knattspyrnu og benjamín sem töldust með uppáhaldssjónvarpsefni mínu. Umrædd mynd heitir Shaolin Soccer og er sýnd í Regnboganum um þessar mundir. Þessi mynd er svo mikil snilld eitthvað. Öll trickin sem maður hélt að bara væri hægt að gera í teiknimynd eru nú komin í leikna mynd, með hjálp tölvutækninnar vitaskuld, en þetta lítur rosalega vel út. Í stuttu máli fjallar myndin um tvo menn. Annar var hetja á sínum yngri árum þangað til hann brenndi af víti, en þá var ráðist á hann og hann krypplaður. Hinn er Shaolin munkur sem býr í stórborg í Asíu og er að leita að leiðum til að kynna kung fu. Leiðir þeirra liggja saman og eftir það er þetta eintóm gleði. Fótbolta eins og þú hélst að værir ekki hægt að spilann, fáránleg söngatriði og fullt fullt af gríni.

Nýji uppáhaldssjónvarpsþátturinn minn heitir Alias. Þessir þættir eru þvílíkt góðir, fjalla um stelpu sem vinnur hjá svona njósna agency sem hún hefur alltaf talið að væri sérdeild innan CIA, en svo kemur í ljós að það er ekki og þá verður hún gagnnjósnari fyrir þá. Söguþráðurinn í þessum þáttum hingað til hefur verið magnaður og sum mál teygja sig yfir 2 jafnvel 3 þætti. T.d. sat ég stjarfur af spenningi yfir lokaatriðinu í kvöld. Ég bíð spenntur þangað til í næstu viku.

Að lokum sorgarfréttir, ég náði ekki takmarkinu mínu í draumadeildinni, þ.e. að komast inn á topp tíu. Ég fékk skitin 8 stig eða svo og hrapaði um 15 sæti. Núna þarf ég að leggjast yfir hvaða leikir eru fyrir næstu umferð og greina þá til þaula, svo ég geti valið besta liðið. Því á þennan topp tíu lista ætla ég mér.