A site about nothing...

sunnudagur, október 06, 2002

Á laugardaginn var ég að horfa á popptíví sem er ekki frásögu færandi nema hvað að það var endalaust af þessum leiðinda R´n´B myndböndum með vitleysingum eins og Ja Rule og þannig guttum. Og það sem var svo fyndið við þetta allt saman var að öll myndböndin voru eins, svona bling bling týpu myndbönd þar sem gaurarnir eru að sýna hvað þeir eru ríkir, með alla homie-anna hjá sér í einhverju feitu partýi þar sem kampavínið flæðir og kellingarnar eru aldrei klæddar í meira en bíkini. Fáránlegt. En þeir verða jú einhvern veginn að hylja það víst hvað þessi lög eru léleg.

Svo var þarna eitt lag með henni J-lo og það var fáránlegast af öllu. Allt í einu, out of the blue, í miðju mynbandi kemur einhver rosa danskafli, þar sem ekkert er sungið og á greinilega að sýna öllum hversu góður dansari hún er, gott ef þetta var ekki myndband #2 með henni sem ég man eftir þar sem hún er að gera þetta. Hvað er málið, er hún að reyna að sanna fyrir einhverjum að hún geti dansað?