A site about nothing...

fimmtudagur, október 31, 2002

Afhverju eru gamlir karlar alltaf með derhúfu eða hatt? Er þetta left over af tísku sem var þegar þeir voru yngri og þeir hafa haldið í síðan þá? Ætli það verði þannig þegar ég verð eldri að ég verði alltaf derhúfu. Svo er lika pæling. Hvað mun maður hlusta á? Mun gamlingjar minnar kynslóðar sitja á elliheimilinu grund og hlusta á Method Man, Quarashi, Radiohead og þannig hljómsveitir eða munum við eftir því sem við verðum eldri, fara í það að hlusta á gömlu íslensku dægurlögin? Og ætli það verði alltaf pizzur og hambós og fröllur og þannig í matinn? Eða verður þetta eins og í dag, sveskjur fyrir meltinguna, fiskur og kjötsúpur og þannig? Djöfull hlakka ég til að komast að þessu. En líklegt er að ég verði búinn að gleyma þessum pælingum þá.

Ég er farinn að hafa áhyggjur af því að mig er hætt að dreyma. Það er ekki svo langt síðan ég var með mjög aktíft draumlíf ef svo má segja og ég mundi alltaf draumana. Þeir voru mjög steiktir og jafnframt fyndið að hugsa um þá eftir á. Ég man t.d. að ég vaknaði eina nótt skellihlæjandi útaf einum draumnum. Ég vona að þetta sé bara tímabundið ástand.