Ég hef lengi ætlað að láta verða af því að kíkja í jóga. Jóga hefur heillað mig lengi og ég hef einu sinni farið í jóga en það var í Boston og í herbergi sem var í kringum 40°c heitt. Óþarfi er að taka fram að mér leið eins og ég væri í sturtu. Síðan ég kom heim hef ég verið að velta þessu fyrir mér mikið en lét aldrei verða af þessu, fyrr en fyrir svona um 2 vikum. Í Laugum þrisvar í viku er boðið upp á poweryoga og fyrir 2 vikum skellti ég mér einmitt í þannig tíma. Þegar ég fór í fyrsta skiptið þá hafði ég kvöldinu áður farið að lyfta í fyrsta skipti í langan tíma og því var ég með harðsperrur í jóganu, sem er svo sem ekki sérlega sniðugt, en jógað bætti allverulega í þær. Núna hef ég semsagt farið þrisvar í jóga og ég held og vona að ég nái að fara minnst einu sinni í viku í jóga. Það mun reyndar velta á því hvort ég sé búinn í vinnunni klukkan 17:20 sem hefur ekki alltof oft gerst síðan ég byrjaði.
Í gær horfi ég á leik minna manna í Man Utd á móti Aston Villa. Nú er svo komið að hver leikur skiptir gríðarlegu máli og spennan eftir því. Leikurinn í gær vannst samt ansi auðveldlega og er það kannski hvað helst að þakka besta fótboltamanni í heimi í dag, Cristiano Ronaldo. Að horfa á þennan dreng spila viku eftir viku eru forréttindi segi ég og skrifa og ég skora á hvern sem er að reyna að finna betri fótboltamann í heiminum í dag. Fáránlegast af öllu er auðvitað hvað hann, kantmaðurinn sjálfur, er búinn að skora mörg mörk. 26 stykki í deildinni og að ég held 9 i öðrum keppnum. Í gær bætti hann einu enn við. Marki sem krefst mikillar hæfni, útsjónarsemi og sjálfstrausts og pínu lukku líka. Svo var eins og hann hafi bara ákveðið að bæta við stoðsendingar sínar því hann átti 3 stoðsendingar t.a.m. eina þar sem hann fleytti boltanum áfram með hælnum sem fór í boga, beint á Rooney sem kláraði færið. Ég held að það sé nokkuð augljóst að ég verði að fara á leik og sjá þennan töframann með eigin augum.
Í gær horfi ég á leik minna manna í Man Utd á móti Aston Villa. Nú er svo komið að hver leikur skiptir gríðarlegu máli og spennan eftir því. Leikurinn í gær vannst samt ansi auðveldlega og er það kannski hvað helst að þakka besta fótboltamanni í heimi í dag, Cristiano Ronaldo. Að horfa á þennan dreng spila viku eftir viku eru forréttindi segi ég og skrifa og ég skora á hvern sem er að reyna að finna betri fótboltamann í heiminum í dag. Fáránlegast af öllu er auðvitað hvað hann, kantmaðurinn sjálfur, er búinn að skora mörg mörk. 26 stykki í deildinni og að ég held 9 i öðrum keppnum. Í gær bætti hann einu enn við. Marki sem krefst mikillar hæfni, útsjónarsemi og sjálfstrausts og pínu lukku líka. Svo var eins og hann hafi bara ákveðið að bæta við stoðsendingar sínar því hann átti 3 stoðsendingar t.a.m. eina þar sem hann fleytti boltanum áfram með hælnum sem fór í boga, beint á Rooney sem kláraði færið. Ég held að það sé nokkuð augljóst að ég verði að fara á leik og sjá þennan töframann með eigin augum.