A site about nothing...

miðvikudagur, febrúar 27, 2008

Núna eru 4 dagar búnir í nýju vinnunni og maður er aðeins farinn að synda að reyna að koma sér upp á yfirborðið. Það er nóg að gera í vinnunni, mikið að læra og mér líst mjög vel á það. Vinnudagarnir hafa verið langir hingað til og verða það eflaust eitthvað áfram en þetta er ekki einhver aula sumarvinna, heldur fyrsta alvöru vinnan! Vinnan skaffaði mér síma sem er svo flókinn að ég skil varla hvað er upp og hvað er niður í honum. Þetta er þvílíkt tækniundur sem getur flakkað á netinu í gegnum gprs (held ég), 3G og svo er hann þannig að hann getur farið á þráðlaus net. Einnig þá get ég náð í póstinn minn í vinnunni og get víst líka náð í gmail póstinn minn og ég setti einmitt upp fyrra póstdæmið og fór eftir ítarlegu leiðbeiningarskjali til þess.

Það sem kemur mér kannski hvað mest á óvart þessa fyrstu daga er hvað ég er þreyttur eftir vinnudaginn. Maður er náttúrulega óvanur því að vera að vinna og þetta mun eflaust taka nokkra daga en svo væntanlega fellur maður í gírinn. Annað sem kannski kom mér ekki á óvart en er alltaf jafn pirrandi er umferðin á morgnana og stundum gerir hún mig gráhærðan.