A site about nothing...

fimmtudagur, febrúar 21, 2008

Um helgina verður valið framlag Íslands til Eurovision þetta árið, eftir svona þrjúhundruð þætti er loksins búið að skera niður í 8 lög. Tvö lög virðast vera líklegust til að hneppa hnossið og eru þau ágæt hvor á sinn hátt. Eurobandið er með svona klassískt Eurovision lag, sem hefur verið samið svona 10 sinnum áður. Barði og Mercedes Club koma með háðið í þetta í trans lagi sem er ágætt en lang besta lagið er Hvar ertu nú með Dr. Spock. Fyrst var ég hrifnastur af Mercedes Club en eftir að hafa heyrt Dr. Spock taka sitt lag í síðasta þætti þá sannfærðist ég um að þetta sé lagið sem við eigum að senda. Ég held að sú sérstaða sem þeir hafa með nafna minn með tveimur errum í bleikum spandex buxum og svo gulu hanskana að þarna gætum við verið komin með okkar Lordi. Eitthvað sem stendur út úr og fólk tekur eftir svo eru þeir líka bara svo drulluþéttir þegar þeir spila og það skilar sér betur en máttlaus söngur stelpunnar í Mercedes Club.