A site about nothing...

þriðjudagur, mars 11, 2008

Í dag fékk ég tölvupóst að utan frá Vanni vini mínum og tjáði hann mér og hinum að síðasta sunnudagskvöld hefði sonur hans, Luca Alexander fæðst. Litli Luca kom 2 vikum á undan áætlun en móður og barni heilsast vel. Svo er ekki laust við að manni hlakki strax til að hitta guttann í vor þegar ég fer í útskriftina mína úti.

Núna er ég búinn að vinna í rúmar 2 vikur og kann því afar vel. Starfið er fjölbreytt og ég læri eitthvað nýtt á hverjum degi og dagurinn hreinlega þýtur framhjá, svo mikið raunar að áður en ég veit af eru 10 tímar síðan ég mætti um morguninn. Mórallinn í deildinni er mjög góður og svo þekki maður svo fjári marga í bankanum. Þeir hafa verið ansi duglegir að sópa upp úr verkfræðinni undanfarin ár. Síðasta laugardag var svo árshátíðin. Hún var haldin í Egilshöll og var gott partý.

Síðustu viku/r hef ég verið að reyna að finna mér eitthvað til að gera utan vinnutíma, eitthvað áhugamál sem ég get stundað til að fá mótvægi frá því að vera í vinnunni og svo að hanga heima eða í ræktinni. Allar uppástungur eru vel þegnar í kommenta kerfinu.