Minnið hjá manni er stundum brigðult. Eins og ég sagði í þar síðustu færslu þá hef ég svolítið verið að horfa á Scrubs, kannski 2-3 þætti á dag. Dagurinn í dag var ekki frábrugðinn og ég var rétt í þessu að horfa á einn þátt. Þar sem mig vantaði umræðuefni að þá ætlaði ég að fara að ræða um hversu lengi ég hefði verið að fatta hvers góðir Scrubs eru en eitthvað uppi í gráu sellunum klingdi bjöllum og sagði mér að athuga bloggið kannski aðeins betur. Jújú, við mér blasti blogg um Scrubs og því væri temmilegt óverkill að tala um þessa snilldarþætti (sjáið hvernig ég næ að lauma þessu hérna inn).
Elsa, kærasta Romains, fór aftur til Frakklands eftir að hafa dvalið hjá okkur í um mánuð. Það verður söknuður af henni, mest hjá Romain skiljanlega, en líka hjá okkur Vanni. Ástæðan? Fyrir utan að vera rosalega fín stelpa þá hélt hún íbúðinni svo helvíti hreinni og kom með fullt af fallegum hlutum handa okkur í íbúðina :).
Annaðhvort fæ ég mér sléttujárn eða fer í klippingu. Ég er kominn með það sem stelpur kalla víst vængi, held ég, ég hef eiginlega aldrei spurt hvað vængir eru. Nema ég safni hári svo ég geti tekið í tagl, væri það ekki kúl?
Elsa, kærasta Romains, fór aftur til Frakklands eftir að hafa dvalið hjá okkur í um mánuð. Það verður söknuður af henni, mest hjá Romain skiljanlega, en líka hjá okkur Vanni. Ástæðan? Fyrir utan að vera rosalega fín stelpa þá hélt hún íbúðinni svo helvíti hreinni og kom með fullt af fallegum hlutum handa okkur í íbúðina :).
Annaðhvort fæ ég mér sléttujárn eða fer í klippingu. Ég er kominn með það sem stelpur kalla víst vængi, held ég, ég hef eiginlega aldrei spurt hvað vængir eru. Nema ég safni hári svo ég geti tekið í tagl, væri það ekki kúl?