A site about nothing...

sunnudagur, mars 18, 2007

Í dag er St. Patricks day og fólk segir að hvergi sé betra að vera en í Boston á þeim degi sökum írskrar arfleiðar Boston. Þessi dagur er basically ástæða fyrir íbúa borgarinnar og basically landsins til að vera totally wasted og það er svo sannarlega það sem er að gerast. Fólk er búið að vera drekka síðan fyrir hádegi, pöbbar opnuðu fyrir hádegi og þar var hægt að fá grænan bjór. Sumir írskir staðir gerðust svo djarfir að rukka 50 dollara til að fara inn á þá var mér sagt. Fólk hefur almennt verið pissfullt þegar maður sér það í dag og grænum bolum eða einhverju grænu. Sjálfur kíkti ég í partý og drakk grænan smirnoff eplavodka, svona þar sem ég var ekki í neinu grænu.

Annars þá verð ég að tala um veðrið hérna í Boston. Fyrr í vikunni hélt ég að vorið væri komið. Tveir dagar í röð þar sem hitinn var yfir 15 gráðum og allir í þvílíkri stemmningu. Hvað haldið þið að hafi gerst? Byrjar bara ekki að snjóa í gær, föstudag, og snjóaði allan daginn. Þetta var meiri snjór en hefur sést í allan vetur. Ég held samt í vonina að þetta leysi og vorið fari að sjá sig. Það væri alveg ídealt því kuldinn sem er búinn að vera hérna er mannskemmandi.

Að lokum verð ég að minnast á svoldið fyrir Árna Braga frænda minn, svona til að vekja öfund. Northeastern er með svokallað Springfest þar sem fengnir eru frægir listamenn. Kaninn er gefinn fyrir hip hop og því er line-up-ið í ár mjög undir áhrifum frá því. Þeir sem koma fram eru Nas, Lupe Fiasco og RJD2 og það kostar 5 dollara inn fyrir Northeastern nemendur. Ætti maður að fara?