Sumir hlutir eru svo flottir að maður verður að deila þeim með öðru fólki. Þetta 15 mínútna myndband af Arcade Fire, sem ég myndi gefa hægri handlegg til að fara á tónleika með, rakst ég á og þetta er bara svo vangefið töff að ég verð að deila því með öðrum. Í myndbandinu þá sjáum við bandið baksviðs rétt áður en það fer og spilar tónleikana en á leiðinni upp á sviðið þá taka þau meðal annars Neon Bible í fáránlega flottri útgáfu, hversu svalt er þetta með tímaritið, og svo byrja þau tónleikana út í sal og taka Wake Up. Og ef þú lesandi góður hefur aldrei heyrt um þessa hljómsveit þá er það þín skylda að koma höndum yfir bæði Funeral og Neon Bible og hlusta á.
myndbandið
myndbandið