Í dag fékk ég frábæra sendingu frá systur minni. Hún hafði nýlega spurt mig hvað mig langaði í að heiman og verandi mikill nammigrís og sérstaklega fyrir lakkrís að þá bað ég um poka af sambó lakkrís sem ég gæti átt um páskana. Í dag kom svo pakkinn og það þurfti heilmikið til að ég opnaði ekki bara pokann og skenkti í glas af mjólk og byrjaði að japla á þessu. Ég ætla meira að segja að standa við það að borða þetta ekki fyrr en á páskunum sem verður gríðarlega erfitt fyrir mig þar sem ég veit af pokanum. Þeir einu sem munu fá með mér eru Íslendingar, ég ætla ekki að eyða svona guðaveigum í útlendinga sem kunna ekki gott að meta.
Í gær var tískusýning hjá ISSI sem eru samtök alþjóðanemenda við Northeastern. Ég hef verið að vinna svolitið í þessu og í gær var loksins stóra stundin komin. Á laugardaginn hafði ég samþykkt að vera með yfirumsjón yfir tónlist, kemur á óvart, og í gær þurfti ég því að fá lögin frá hverjum og einum section leader. Þau lög sem ekki voru þegar á mp3 formati þurfti að koma á það og svo þurfti ég að finna leið til að geta fade-að tónlistina inn og út eftir hvert atriði svo almennilega yrði að verki staðið. Úr varð að ég náði í 20 daga tilraun á forritinu Virtual DJ sem er algjört snilldar forrit og mjög auðvelt að gleyma sér í. Þrátt fyrir stuttan tíma af minni hálfu og litla samhæfingu við atriðin þá tókst mér bara bærilega upp þó svo ég segi sjálfur frá. Gaurinn sem sá um sýninguna gat allaveganna ekki hætt að þakka mér fyrir. Svo er gaman að segja frá því að Ísland átti sitt section þar sem sýnd voru föt frá Spaksmannspjörum undir Murr Murr með Mugison og slideshow af klikkað flottum myndum af íslandi frá síðunni, stuckincustoms.com.
Í gær var tískusýning hjá ISSI sem eru samtök alþjóðanemenda við Northeastern. Ég hef verið að vinna svolitið í þessu og í gær var loksins stóra stundin komin. Á laugardaginn hafði ég samþykkt að vera með yfirumsjón yfir tónlist, kemur á óvart, og í gær þurfti ég því að fá lögin frá hverjum og einum section leader. Þau lög sem ekki voru þegar á mp3 formati þurfti að koma á það og svo þurfti ég að finna leið til að geta fade-að tónlistina inn og út eftir hvert atriði svo almennilega yrði að verki staðið. Úr varð að ég náði í 20 daga tilraun á forritinu Virtual DJ sem er algjört snilldar forrit og mjög auðvelt að gleyma sér í. Þrátt fyrir stuttan tíma af minni hálfu og litla samhæfingu við atriðin þá tókst mér bara bærilega upp þó svo ég segi sjálfur frá. Gaurinn sem sá um sýninguna gat allaveganna ekki hætt að þakka mér fyrir. Svo er gaman að segja frá því að Ísland átti sitt section þar sem sýnd voru föt frá Spaksmannspjörum undir Murr Murr með Mugison og slideshow af klikkað flottum myndum af íslandi frá síðunni, stuckincustoms.com.