A site about nothing...

föstudagur, mars 23, 2007

Það er mjög merkilegt hvað fólk getur tapað sér yfir hlutum. Núna rétt í þessu var ég að enda við að horfa á nýjasta þáttinn í Lost hérna úti og mig langaði svona aðeins að fá meiri insight í þáttinn og fór því á tv.com. Þar er spjallborð helgað lost og sumar kenningarnar sem fólk er með og pælingarnar. Það pælir bókstaflega í öllu sem hægt er að pæla og kemur með einhverjar kenningar. Sumar pælingingarnar og kenningarnar eru mjög absúrd og í raun og veru skil ég ekki hvernig fólk fær þær. Fyrst ég er byrjaður að tala um Lost, hvað er Jón Gnarr(Ben) að gera í þáttunum?

Fyrst ég er byrjaður að tala um sjónvarp og efnið sem það prýðir þá verð ég að minnast á tvo þætti sem ég hef verið að fylgjast með. Annan þeirra uppgötvaði ég bara fyrir stuttu þó svo hann hafi verið lengi í sjónvarpi og hinn hef ég lengi fylgst með. Þetta eru Scrubs, nýbúinn að uppgötva, og Smallville.
Einhvern veginn komst ég aldrei inn í Scrubs æðið sem er bara betra fyrir mig núna því ég get þá horft á marga þætti í einu. Áhugi minn kviknaði þegar það kom fyrir á kvöldin að ég var að borða kvöldmat og þættirnir voru sýndir hérna úti. Svo fór að ég fann eitthvað á netinu úr sjöttu seríu, sem ég horfði svo á alla og svo er ég að vinna mig tilbaka. Nánast án undantekningar eru 1-2 atriði í hverjum þætti þar sem ég skellihlæ þó svo ég er einn að horfa á þættina.
Þátturinn sem ég hef verið að horfa á frá upphafi er Smallville. 6ta sería er án vafa besta serían, sem er óalgengt fyrir þætti því þá er vanalega allt orðið útvatnað. En einhvern veginn tekst handritshöfundum Smallville að gefa í og framleiða hvern snilldarþáttinn á fætur öðrum.

Ég læt þetta gott heita í bili og óska öllum góðrar helgar.