Þegar hausinn á mér var algjörlega orðinn soðinn í kvöld eftir 8 tíma setu við að forrita í tölvuveri skólans þá ákvað ég að skella mér í kvöldmat. Rétt hjá skólanum er lítill samlokustaður sem heitir Temptations og ég hafði heyrt af því að eigendur staðarins kæmu reglulega til Íslands. Allaveganna þá sit ég og er að bíða eftir matnum mínum þegar Sunny Road með Emiliönu Torrini heyrist úr hátölurunum. Einn gaurinn segir við alla sem vildu heyra að þetta væri "his girl from 101". Einhverjir spurðu hvað 101 væri og þá sagði hann þeim sem ekki vissu að það væri Reykjavík. Já svona er heimurinn nú lítill.
Annars þá verð ég að játa að tilhlökkunin er orðin mikil þegar verkefnum þessarar viku ljúka á morgun og svo daginn eftir flýg ég til Las Vegas þar sem ég mun hitta Tuma og Kára. It is gonna be legendary.
Annars þá verð ég að játa að tilhlökkunin er orðin mikil þegar verkefnum þessarar viku ljúka á morgun og svo daginn eftir flýg ég til Las Vegas þar sem ég mun hitta Tuma og Kára. It is gonna be legendary.