Ef ég vissi ekki nú þegar að þetta er vinsælasta síða alnetsins þá gæti maður haldið að enginn lesi þetta. Ég er búinn að vera að dreifa út gullmolum í síðustu færslum og engin komment? Koma svo fólk, vera með!!
Prufum hvort þessi færsla vekji athygli og fái jafnvel eitt hvísl eða jafnvel argandi hávaða.
Þannig er mál með vexti að fyrir þá sem þekkja mig þá mun þessi færsla vekja upp tvær kenndir/tilfinningar hjá karlmönnum en ég er ekki alveg jafn viss með kvenfólkið. Tilfinningar/kenndir þessar munu líklega vera undrun og jafnvel afneitun eða hneykslun.
Þannig er nefnilega mál með vexti að ég hef fundið bjór sem mér finnst góður (undrun, þar sem ég hef oft haldið því fram að mér þyki bjór ekki góður) og þessi bjór heitir Bud light (hneykslun/afneitun). Nú hef ég margsinnis heyrt frá kempum í bjórbransanum að amerískur bjór sé sull og því tel ég að þessar sömu kempur munu jafnvel ekki viðurkenna það að ég hafi fundið "bjór". En þetta er sannleikurinn, Bud light (king of beers samkvæmt kananum) er furðulega góður bjór. Þetta er eitthvað sem ég bjóst aldrei við að segja en eins og hið vandkveðna segir, aldrei að segja aldrei.
Prufum hvort þessi færsla vekji athygli og fái jafnvel eitt hvísl eða jafnvel argandi hávaða.
Þannig er mál með vexti að fyrir þá sem þekkja mig þá mun þessi færsla vekja upp tvær kenndir/tilfinningar hjá karlmönnum en ég er ekki alveg jafn viss með kvenfólkið. Tilfinningar/kenndir þessar munu líklega vera undrun og jafnvel afneitun eða hneykslun.
Þannig er nefnilega mál með vexti að ég hef fundið bjór sem mér finnst góður (undrun, þar sem ég hef oft haldið því fram að mér þyki bjór ekki góður) og þessi bjór heitir Bud light (hneykslun/afneitun). Nú hef ég margsinnis heyrt frá kempum í bjórbransanum að amerískur bjór sé sull og því tel ég að þessar sömu kempur munu jafnvel ekki viðurkenna það að ég hafi fundið "bjór". En þetta er sannleikurinn, Bud light (king of beers samkvæmt kananum) er furðulega góður bjór. Þetta er eitthvað sem ég bjóst aldrei við að segja en eins og hið vandkveðna segir, aldrei að segja aldrei.