Það er búið að gefa út kuldaviðvörun í Boston, búist er við að hitastigið úti fari niður í -12 til -14 gráður en svo er það wind chill faktorinn og með honum þá mun þessi kuldi virðast vera eins og í kringum -25 gráður. Það er byrjað að kólna og það all hressilega. Þegar ég labbaði heim þá skalf ég alla leiðina þrátt fyrir að vera bara frekar vel klæddur. Svona satt best að segja þá er ég pínu forvitinn að sjá hvernig þetta verður verst en svo eflaust þegar ég lendi í því á ég eftir að bölva veðrinu í sand og ösku.
Á laugardaginn er 2nd annual Snow Ball hérna í Northeastern. Þetta er svona formlegur viðburður þar sem boðið er upp á þriggja rétta máltíð og svo er dans á eftir og fer viðburðurinn fram á Marriott hótelinu hérna rétt hjá. Klæðnaður er formlegur þannig að stúlkur eru í kjólum og strákar í jakkafötum eða smóking. Ástæða þess að við erum að fara er að evrópsku vinir okkar í undergrad eru að fara þó svo við höfum heyrt sögur af því að þetta sé meira eins og menntaskólaball. Þetta verður allaveganna áhugavert.
Á laugardaginn er 2nd annual Snow Ball hérna í Northeastern. Þetta er svona formlegur viðburður þar sem boðið er upp á þriggja rétta máltíð og svo er dans á eftir og fer viðburðurinn fram á Marriott hótelinu hérna rétt hjá. Klæðnaður er formlegur þannig að stúlkur eru í kjólum og strákar í jakkafötum eða smóking. Ástæða þess að við erum að fara er að evrópsku vinir okkar í undergrad eru að fara þó svo við höfum heyrt sögur af því að þetta sé meira eins og menntaskólaball. Þetta verður allaveganna áhugavert.