A site about nothing...

þriðjudagur, janúar 30, 2007

Í tíma í kvöld þá gerðist nokkuð skondið atvik. Kennarinn minn var að tala um eyðslusemi Bandaríkja manna og hvernig allt væri stærra hér en t.d. í Evrópu. Eitt af dæmunum sem hann kom með máli sínu til stuðnings var breidd klósettrúllunnar í Evrópu vs USA. Fylgdi það sögunni að hann hefði í fyrra verið í þrjá mánuði í Evrópu og þegar hann kom til baka þá sagði hann and I quote
When I used it (klósettpappírinn) it was like using a towel it was so thick

Það ætti kannski að fylgja sögunni að umræddur kennari er einhversstaðar á aldrinum milli fimmtugs og sextugs og þetta var tótallí eitthvað sem við þurftum ekki að vita.

Nýjasta uppáhaldið mitt er að búa til high contrast svart hvítar myndir og ég lét eina fylgja nýlega með. Hér fær önnur að fljóta með af okkur félögunum, mér og Vanni, tekin á áðurblogguðu umræðuefni, Snjóballinu.